Tvöföld ánægja: Afastrákurinn var íbúi númer tuttugu þúsund Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 21:20 Guðbrandur hefur tvöfalda ástæðu til þess að fagna. Aðsend/Vilhelm Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, upplifði sannkallaðan tímamótadag fyrir skemmstu, þar sem hann eignaðist dótturson, sem síðar reyndist hafa verið tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Í samtali við Vísi segist hann hafa vitað að það væri að styttast í þessi tímamót hjá bænum, enda fylgist bæjaryfirvöld vandlega með þróun íbúafjölda frá degi til dags. Þessi myndarpiltur bættist í fjölskylduna hjá Guðbrandi Einarssyni á dögunum, en foreldrar pilts eru Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurbergur Bjarnason. Drengurinn reyndist svo vera tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar, sem gladdi Guðbrand líka, sem forseta bæjarstjórnar.Aðsend „Svo er ég staddur á bæjarráðsfundi 4. ágúst og vissi að Sigríður mín væri komin í fæðingu. Síðan hringir síminn og ég skrepp af fundi. Þá er drengurinn kominn í heiminn. Ég skýst aftur inn og afsaka mig, en ég hafi verið að eignast afastrák. Þá segir Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.““ Svo var farið að skoða fæðingatölur nánar, enda hefur bæjarstjóri haft þann sið að hitta alla nýja íbúa á svona tímamótum. „Þetta hitti þá svona skemmtilega á að hann var einmitt númer tuttugu þúsund,“ segir Guðbrandur stoltur. Hann á fyrir tvær afastelpur en þarna kom fyrsti afastrákurinn hans. Guðbrandur bætir því við að íbúum hafi fjölgað mikið í Reykjanesbæ þetta árið. „Það hefur verið mikill kraftur í þessu hjá okkur þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð snúin ekki alls fyrir löngu, og íbúum hefur raunar fjölgað um um það bil 130 síðan strákurinn kom í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigríður Guðbrands (@sigridurgudbrands) Atvinnuleysi á svæðinu hafði náð áður óþekktum hæðum eftir að heimsfaraldurinn reið yfir, en talsvert er að rofa til nú í atvinnumálum að sögn Guðbrands. Íbúum fer fjölgandi í Reykjanesbæ.Vísir/Vilhelm „Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“ Reykjanesbær er nú fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að hafa tekið fram úr Akureyri fyrir rúmum tveimur árum síðan. Reykjanesbær Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í samtali við Vísi segist hann hafa vitað að það væri að styttast í þessi tímamót hjá bænum, enda fylgist bæjaryfirvöld vandlega með þróun íbúafjölda frá degi til dags. Þessi myndarpiltur bættist í fjölskylduna hjá Guðbrandi Einarssyni á dögunum, en foreldrar pilts eru Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurbergur Bjarnason. Drengurinn reyndist svo vera tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar, sem gladdi Guðbrand líka, sem forseta bæjarstjórnar.Aðsend „Svo er ég staddur á bæjarráðsfundi 4. ágúst og vissi að Sigríður mín væri komin í fæðingu. Síðan hringir síminn og ég skrepp af fundi. Þá er drengurinn kominn í heiminn. Ég skýst aftur inn og afsaka mig, en ég hafi verið að eignast afastrák. Þá segir Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.““ Svo var farið að skoða fæðingatölur nánar, enda hefur bæjarstjóri haft þann sið að hitta alla nýja íbúa á svona tímamótum. „Þetta hitti þá svona skemmtilega á að hann var einmitt númer tuttugu þúsund,“ segir Guðbrandur stoltur. Hann á fyrir tvær afastelpur en þarna kom fyrsti afastrákurinn hans. Guðbrandur bætir því við að íbúum hafi fjölgað mikið í Reykjanesbæ þetta árið. „Það hefur verið mikill kraftur í þessu hjá okkur þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð snúin ekki alls fyrir löngu, og íbúum hefur raunar fjölgað um um það bil 130 síðan strákurinn kom í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigríður Guðbrands (@sigridurgudbrands) Atvinnuleysi á svæðinu hafði náð áður óþekktum hæðum eftir að heimsfaraldurinn reið yfir, en talsvert er að rofa til nú í atvinnumálum að sögn Guðbrands. Íbúum fer fjölgandi í Reykjanesbæ.Vísir/Vilhelm „Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“ Reykjanesbær er nú fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að hafa tekið fram úr Akureyri fyrir rúmum tveimur árum síðan.
Reykjanesbær Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00