Fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar á tíunda degi á gjörgæslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 08:01 Cedric Ceballos í leik með Phoenix Suns. Hann er nú á sínum tíunda degi á gjörgæslu. Getty Images Cedrid Ceballos fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar hefur nú legið í tíu daga á gjörgæslu sökum kórónuveirunnar. Hann biður fólk um að biðja fyrir sér og segir baráttu sína hvergi nærri búna. Hinn 52 ára gamli Ceballos lék heilan áratug í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gekk til liðs við Phoenix Suns árið 1990 og sigraði í hinni víðfrægu troðslukeppni árið 1992. Ceballos vann keppnina með því að troða blindandi. Árið 1994 hélt hann í borg Englanna, Los Angeles, og samdi við LA Lakers. Þar var hann í þrjú ár áður en hann fór aftur til Suns 1997 en var svo mættur til Dallas Mavericks ári síðar. Hann gekk í raðir Detroit Pistons árið 2000 og endaði svo NBA ferilinn hjá Detroit Pistons. Eftir það lék hann með fjölda liða, bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis. Ber þar helst að nefna Harlem Globetrotters. Hann hefur nú birt hjartnæma færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir því að fólk biðji fyrir sér og óski honum góðs bata. On my 10th day in ICU, COVID-19 is officially kicking my but, I am asking ALL family, friends , prayer warriors healers for your prayers and well wish for my recovery. If I have done and anything to you in the past , allow me to publicly apologize. My fight is not done ..Thx pic.twitter.com/r9QZBpfmEI— Cedric Ceballos (@cedceballos) September 7, 2021 „Er á mínum tíunda degi á gjörgæslu. Covid-19 er svo sannarlega að sparka í rassinn á mér en ég vil biðja fjölskyldu mína, vini baráttufólk og heilara um að biðja fyrir mér og óska mér góðs bata. Ef ég hef gert eitthvað á þinn kostnað í fortíðinni þá biðst ég hér opinberlega afsökunar. Baráttu minni er ekki lokið. Takk,“ segir Ceballos í færslu sinni á Twitter. Á ferli sínum í NBA skoraði Ceballos 8693 stig eða 14,3 að meðaltali í leik. Hann tók 3258 fráköst eða 5,3 í leik og gaf 723 stoðsendingar eða 1,2 í leik að meðaltali. Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Hinn 52 ára gamli Ceballos lék heilan áratug í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gekk til liðs við Phoenix Suns árið 1990 og sigraði í hinni víðfrægu troðslukeppni árið 1992. Ceballos vann keppnina með því að troða blindandi. Árið 1994 hélt hann í borg Englanna, Los Angeles, og samdi við LA Lakers. Þar var hann í þrjú ár áður en hann fór aftur til Suns 1997 en var svo mættur til Dallas Mavericks ári síðar. Hann gekk í raðir Detroit Pistons árið 2000 og endaði svo NBA ferilinn hjá Detroit Pistons. Eftir það lék hann með fjölda liða, bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis. Ber þar helst að nefna Harlem Globetrotters. Hann hefur nú birt hjartnæma færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir því að fólk biðji fyrir sér og óski honum góðs bata. On my 10th day in ICU, COVID-19 is officially kicking my but, I am asking ALL family, friends , prayer warriors healers for your prayers and well wish for my recovery. If I have done and anything to you in the past , allow me to publicly apologize. My fight is not done ..Thx pic.twitter.com/r9QZBpfmEI— Cedric Ceballos (@cedceballos) September 7, 2021 „Er á mínum tíunda degi á gjörgæslu. Covid-19 er svo sannarlega að sparka í rassinn á mér en ég vil biðja fjölskyldu mína, vini baráttufólk og heilara um að biðja fyrir mér og óska mér góðs bata. Ef ég hef gert eitthvað á þinn kostnað í fortíðinni þá biðst ég hér opinberlega afsökunar. Baráttu minni er ekki lokið. Takk,“ segir Ceballos í færslu sinni á Twitter. Á ferli sínum í NBA skoraði Ceballos 8693 stig eða 14,3 að meðaltali í leik. Hann tók 3258 fráköst eða 5,3 í leik og gaf 723 stoðsendingar eða 1,2 í leik að meðaltali.
Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira