Loftslagsboðorðin þrjú: Minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla Tinna Traustadóttir og Sólveig Kr. Bergmann skrifa 11. september 2021 12:00 Öll höfum við hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni, en aðstæður og efni eru ekki alls staðar hin sömu. Parísarsamkomulagið kveður á um breytta hegðun ríkja og einstaklinga eigi markmiðin sem við höfum sett okkur að nást. Loftslagsboðorðin þrjú eru minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla. Og þau eru að miklu leyti á ábyrgð okkar sjálfra. Þau okkar sem geta gert meira verða að gera meira. Þar erum við Íslendingar í einstakri stöðu fyrir margra hluta sakir. Afgerandi hluti kolefnislosunar í heiminum er til kominn vegna brennslu jarðefnaeldsneytis: kola, olíu og jarðgass. Eldsneytis er þörf til að drífa bíla, skip og flugvélar og eins eru margar þjóðir háðar þessu eldsneyti til að framleiða raforku. Allt sem hægt er að gera til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis er því skref í rétta átt. Grænasta ál í heimi Á Íslandi er nánast öll raforka unnin með sjálfbærum hætti úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að við erum vel í stakk búin til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn eða rafeldsneyti. En þessi sérstaða okkar þýðir líka að iðnaður af ýmsu tagi er með mun minna kolefnisfótspor hér á landi en annars staðar, vegna þess að raforkan er græn. Þetta á ekki síst við um iðnað sem krefst mikillar raforku. Inn í þann flokk fellur álframleiðsla. Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku. Álvinnsla er orkufrek og því er kolefnisfótspor álframleiðslu á heimsvísu hátt, vegna þess hvaðan raforkan kemur. Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. En álið er nauðsynlegt, því það gegnir lykilhlutverki í orkuskiptum og orkusparnaði í heiminum öllum. Með því að skipta út stáli fyrir ál í bílum og flugvélum eru farartækin gerð léttari og sparneytnari. Þau sem enn brenna jarðefnaeldsneyti þurfa minna af því og rafbílar úr áli drífa lengra en þyngri bifreiðar. Ál hefur einnig þann stóra kost að það er hægt að endurvinna það nær endalaust en um 75% af öllu áli sem unnið hefur verið frá upphafi er enn í notkun. Með því að framleiða græna, endurnýjanlega raforku og nota hana til að framleiða ál erum við í raun að leggja sama lóðið oft á vogarskálar loftslagsins. Hver hlekkur keðjunnar skiptir máli En það er gríðarlega mikilvægt í þessu sem öðru að láta ekki gott heita, heldur leita sífellt að leiðum til að bæta sig. Sem dæmi um slíkt er framleiðsluvara Norðuráls, Natur-AlTM. Við framleiðslu á Natur-Al áli er rýnt í alla virðiskeðjuna, frá því að báxít er grafið úr jörðu og þar til álið er komið í hendur viðskiptavinarins. Miðað við þá tækni sem völ er á í dag er ekki hægt að framleiða ál á umhverfisvænni hátt. Norðurál og önnur íslensk álver eru þátttakendur í nokkrum verkefnum þ.á.m. CarbFix þar sem lausna er leitað til að draga enn frekar úr losun koldíoxíðs við álframleiðslu. Við framleiðsluna að baki Natur-Al fellur til fjórum sinnum minna koldíoxíð en að jafnaði í heiminum, eða um fjögur tonn af koldíoxíði á tonn af áli. Meðaltalið er 18 tonn af koldíoxíði fyrir hvert tonn af áli en í Kína fer koldíoxíðmagnið í 20 tonn þegar álverin eru knúin með orku úr kolum. Grænt ál í rafbíla Viðtökurnar við Natur-Al hafa verið góðar. Norðurál gerði á þessu ári sölusamning við austurríska fyrirtækið Hammerer Aluminium Industries, um alls 150 þúsund tonn af Natur-Al, en álið verður notað við smíði rafbíla. Samningurinn vakti mikla athygli, enda um að ræða fyrsta langtímasamninginn um sölu á grænu áli í heiminum, og sýnir svart á hvítu aukinn áhuga stórra framleiðslufyrirtækja á grænu áli. Þetta gefur fyrirheit um að markaðurinn sé tilbúinn að greiða aukalega fyrir græna orku og græna framleiðslu. Áframvinnsla áls með grænni orku Önnur leið til að nýta grænu orkuna okkar betur er að vinna meiri og verðmætari vörur úr álinu sem framleitt er hér á landi. Í sumar var nýr raforkusamningur undirritaður milli Landsvirkjunar og Norðuráls, sem gerir Norðuráli kleift að ráðast í 15 milljarða fjárfestingaverkefni í tengslum við nýja framleiðslulínu í steypuskála þar sem framleiddar verða álstangir til þess að mæta mikilli eftirspurn frá viðskiptavinum í Evrópu. Álstangirnar verða svo nýttar í hinar ýmsu vörur eins og bíla, flugvélar, raftæki og byggingar. Þetta er áframvinnsla á álinu, en ekki aukning á álframleiðslu. Þetta er virðisaukandi, því álstangirnar eru verðmætari en hleifarnir sem steyptir eru í núverandi steypuskála. Með því að framleiða álstangirnar hér með endurnýjanlegri raforku í stað þess að senda hleifa erlendis, bræða þá þar og framleiða álstangir með annarri orku er einnig verið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Með þessu samstarfi Norðuráls og Landsvirkjunar er því verið að stuðla að því að meira af virði framleiðslunnar verði til á Íslandi og verði eftir á Íslandi okkur öllum og umhverfinu í hag. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Sólveig er yfirmaður samskipta hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tinna Traustadóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við hlutverki að gegna í baráttunni gegn loftslagsvánni, en aðstæður og efni eru ekki alls staðar hin sömu. Parísarsamkomulagið kveður á um breytta hegðun ríkja og einstaklinga eigi markmiðin sem við höfum sett okkur að nást. Loftslagsboðorðin þrjú eru minni neysla, bætt nýting og endurvinnsla. Og þau eru að miklu leyti á ábyrgð okkar sjálfra. Þau okkar sem geta gert meira verða að gera meira. Þar erum við Íslendingar í einstakri stöðu fyrir margra hluta sakir. Afgerandi hluti kolefnislosunar í heiminum er til kominn vegna brennslu jarðefnaeldsneytis: kola, olíu og jarðgass. Eldsneytis er þörf til að drífa bíla, skip og flugvélar og eins eru margar þjóðir háðar þessu eldsneyti til að framleiða raforku. Allt sem hægt er að gera til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis er því skref í rétta átt. Grænasta ál í heimi Á Íslandi er nánast öll raforka unnin með sjálfbærum hætti úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að við erum vel í stakk búin til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn eða rafeldsneyti. En þessi sérstaða okkar þýðir líka að iðnaður af ýmsu tagi er með mun minna kolefnisfótspor hér á landi en annars staðar, vegna þess að raforkan er græn. Þetta á ekki síst við um iðnað sem krefst mikillar raforku. Inn í þann flokk fellur álframleiðsla. Kolefnisfótspor íslenskrar álframleiðslu er það minnsta í heiminum, m.a. vegna þess að álið er framleitt með endurnýjanlegri raforku. Álvinnsla er orkufrek og því er kolefnisfótspor álframleiðslu á heimsvísu hátt, vegna þess hvaðan raforkan kemur. Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. En álið er nauðsynlegt, því það gegnir lykilhlutverki í orkuskiptum og orkusparnaði í heiminum öllum. Með því að skipta út stáli fyrir ál í bílum og flugvélum eru farartækin gerð léttari og sparneytnari. Þau sem enn brenna jarðefnaeldsneyti þurfa minna af því og rafbílar úr áli drífa lengra en þyngri bifreiðar. Ál hefur einnig þann stóra kost að það er hægt að endurvinna það nær endalaust en um 75% af öllu áli sem unnið hefur verið frá upphafi er enn í notkun. Með því að framleiða græna, endurnýjanlega raforku og nota hana til að framleiða ál erum við í raun að leggja sama lóðið oft á vogarskálar loftslagsins. Hver hlekkur keðjunnar skiptir máli En það er gríðarlega mikilvægt í þessu sem öðru að láta ekki gott heita, heldur leita sífellt að leiðum til að bæta sig. Sem dæmi um slíkt er framleiðsluvara Norðuráls, Natur-AlTM. Við framleiðslu á Natur-Al áli er rýnt í alla virðiskeðjuna, frá því að báxít er grafið úr jörðu og þar til álið er komið í hendur viðskiptavinarins. Miðað við þá tækni sem völ er á í dag er ekki hægt að framleiða ál á umhverfisvænni hátt. Norðurál og önnur íslensk álver eru þátttakendur í nokkrum verkefnum þ.á.m. CarbFix þar sem lausna er leitað til að draga enn frekar úr losun koldíoxíðs við álframleiðslu. Við framleiðsluna að baki Natur-Al fellur til fjórum sinnum minna koldíoxíð en að jafnaði í heiminum, eða um fjögur tonn af koldíoxíði á tonn af áli. Meðaltalið er 18 tonn af koldíoxíði fyrir hvert tonn af áli en í Kína fer koldíoxíðmagnið í 20 tonn þegar álverin eru knúin með orku úr kolum. Grænt ál í rafbíla Viðtökurnar við Natur-Al hafa verið góðar. Norðurál gerði á þessu ári sölusamning við austurríska fyrirtækið Hammerer Aluminium Industries, um alls 150 þúsund tonn af Natur-Al, en álið verður notað við smíði rafbíla. Samningurinn vakti mikla athygli, enda um að ræða fyrsta langtímasamninginn um sölu á grænu áli í heiminum, og sýnir svart á hvítu aukinn áhuga stórra framleiðslufyrirtækja á grænu áli. Þetta gefur fyrirheit um að markaðurinn sé tilbúinn að greiða aukalega fyrir græna orku og græna framleiðslu. Áframvinnsla áls með grænni orku Önnur leið til að nýta grænu orkuna okkar betur er að vinna meiri og verðmætari vörur úr álinu sem framleitt er hér á landi. Í sumar var nýr raforkusamningur undirritaður milli Landsvirkjunar og Norðuráls, sem gerir Norðuráli kleift að ráðast í 15 milljarða fjárfestingaverkefni í tengslum við nýja framleiðslulínu í steypuskála þar sem framleiddar verða álstangir til þess að mæta mikilli eftirspurn frá viðskiptavinum í Evrópu. Álstangirnar verða svo nýttar í hinar ýmsu vörur eins og bíla, flugvélar, raftæki og byggingar. Þetta er áframvinnsla á álinu, en ekki aukning á álframleiðslu. Þetta er virðisaukandi, því álstangirnar eru verðmætari en hleifarnir sem steyptir eru í núverandi steypuskála. Með því að framleiða álstangirnar hér með endurnýjanlegri raforku í stað þess að senda hleifa erlendis, bræða þá þar og framleiða álstangir með annarri orku er einnig verið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Með þessu samstarfi Norðuráls og Landsvirkjunar er því verið að stuðla að því að meira af virði framleiðslunnar verði til á Íslandi og verði eftir á Íslandi okkur öllum og umhverfinu í hag. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Sólveig er yfirmaður samskipta hjá Norðuráli.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun