Loftslagið og dreifbýlið Ólafur Halldórsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifa 13. september 2021 18:31 Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax. Sjálfbærni og náttúruvernd þurfa að vera lykilhugtök til framtíðar. Við höfum frábært tækifæri á Íslandi til að setja gott fordæmi og vera leiðandi í loftslagsmálum, en til þess þarf að bæta ýmislegt. Hvað getum við gert? Við eigum til dæmis langt í land hvað varðar samgöngur á Íslandi og þá sérstaklega á úti á landi. Við verðum að koma á loftslagsvænum samgöngum með endurnýjanlegum orkugjöfum, til þess verður að stuðla að aðgengi að þessum orkugjöfum um allt land. Einnig þarf að samnýta samgöngur mun meira, þar sem vörur og fólk er flutt með sama fararskjóta. Ríkið þarf að stuðla að því að almenningssamgöngur í dreifbýli verði efldar svo að þær verði samkeppnishæfur kostur gagnvart einkabílnum. Það þarf að byggja upp atvinnulífið í sátt við umhverfið og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Það er mikilvægt að náttúran fái alltaf að njóta vafans. Tími uppbyggingar á mengandi stóriðju á Íslandi er liðinn. Við eigum að leggja áherslu á að nýta nýjustu tækni og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og þá spilar aukin fjarvinna og störf án staðsetningar líka stóran hlut. Einnig eru mikil tækifæri í endurheimt votlendis í kjördæminu, en bæði tún og óræktuð svæði eru víða ekki í notkun við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þar má sums staðar fylla upp í skurðina. Við þurfum að aðstoða og hvetja bændur með frekari styrkjum til að endurheimta votlendi og þar með binda kolefni. Þetta eru nokkur mál sem við teljum að séu mikilvæg til endurbóta baráttunni gegn loftslagsvánni en þetta eru þó langt því frá einu málin. Á kjörtímabilinu hafa verið tekin stór skref í átt að umhverfisvænna samfélagi undir forystu Vinstri Grænna. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin gegn loftslagsvánni var sett fram sem leiddi til þess að framlög til loftslagsmála jukust um 736%, svartolía var bönnuð innan landhelgi Íslands, dregið var verulega úr plastnotkun, stórátak varð í friðlýsingum, markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 var lögfest, loftslagsráð var stofnað og svona mætti lengi telja. Baráttunni er þó ekki lokið, hún er bara rétt að byrja og við þurfum að hafa hraðar hendur og ráðast í ennþá róttækari aðgerðir. Með árangur stjórnvalda á kjörtímabilinu í huga ásamt góðri einkunn Ungra umhverfissinna fyrir stefnu flokksins í umhverfismálum er full ljóst hvaða flokkur mun vinna áfram að þessum málum af krafti og er tilbúinn að gera það sem þarf. Það er flokkurinn sem hefur frá upphafi sett loftslagsmálin í forgang, Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það skiptir máli hver stjórnar. Ólafur og Dagrún ósk skipa 8. sæti og 9. sæti fyrir Vinstri græn Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Landbúnaður Matvælaframleiðsla Stóriðja Samgöngur Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax. Sjálfbærni og náttúruvernd þurfa að vera lykilhugtök til framtíðar. Við höfum frábært tækifæri á Íslandi til að setja gott fordæmi og vera leiðandi í loftslagsmálum, en til þess þarf að bæta ýmislegt. Hvað getum við gert? Við eigum til dæmis langt í land hvað varðar samgöngur á Íslandi og þá sérstaklega á úti á landi. Við verðum að koma á loftslagsvænum samgöngum með endurnýjanlegum orkugjöfum, til þess verður að stuðla að aðgengi að þessum orkugjöfum um allt land. Einnig þarf að samnýta samgöngur mun meira, þar sem vörur og fólk er flutt með sama fararskjóta. Ríkið þarf að stuðla að því að almenningssamgöngur í dreifbýli verði efldar svo að þær verði samkeppnishæfur kostur gagnvart einkabílnum. Það þarf að byggja upp atvinnulífið í sátt við umhverfið og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Það er mikilvægt að náttúran fái alltaf að njóta vafans. Tími uppbyggingar á mengandi stóriðju á Íslandi er liðinn. Við eigum að leggja áherslu á að nýta nýjustu tækni og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og þá spilar aukin fjarvinna og störf án staðsetningar líka stóran hlut. Einnig eru mikil tækifæri í endurheimt votlendis í kjördæminu, en bæði tún og óræktuð svæði eru víða ekki í notkun við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þar má sums staðar fylla upp í skurðina. Við þurfum að aðstoða og hvetja bændur með frekari styrkjum til að endurheimta votlendi og þar með binda kolefni. Þetta eru nokkur mál sem við teljum að séu mikilvæg til endurbóta baráttunni gegn loftslagsvánni en þetta eru þó langt því frá einu málin. Á kjörtímabilinu hafa verið tekin stór skref í átt að umhverfisvænna samfélagi undir forystu Vinstri Grænna. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin gegn loftslagsvánni var sett fram sem leiddi til þess að framlög til loftslagsmála jukust um 736%, svartolía var bönnuð innan landhelgi Íslands, dregið var verulega úr plastnotkun, stórátak varð í friðlýsingum, markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 var lögfest, loftslagsráð var stofnað og svona mætti lengi telja. Baráttunni er þó ekki lokið, hún er bara rétt að byrja og við þurfum að hafa hraðar hendur og ráðast í ennþá róttækari aðgerðir. Með árangur stjórnvalda á kjörtímabilinu í huga ásamt góðri einkunn Ungra umhverfissinna fyrir stefnu flokksins í umhverfismálum er full ljóst hvaða flokkur mun vinna áfram að þessum málum af krafti og er tilbúinn að gera það sem þarf. Það er flokkurinn sem hefur frá upphafi sett loftslagsmálin í forgang, Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það skiptir máli hver stjórnar. Ólafur og Dagrún ósk skipa 8. sæti og 9. sæti fyrir Vinstri græn Norðvesturkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun