Frelsi frá krónunni Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 14. september 2021 08:01 Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun