Oddvitaáskorunin: Rýmdi óvart Verzlunarskólann Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 09:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. Áslaug Arna fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1990, bjó fyrstu árin í Vesturbænum en fluttist svo í Árbæinn og gekk í Ártúns- og Árbæjarskóla. Árið 2010 útskrifaðist Áslaug Arna úr Verzlunarskóla Íslands og árið 2017 með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Áslaug hefur sinnt ýmsum störfum utan stjórnmálanna, verið blaðamaður og lögreglumaður og hefur einnig verið til sjós. Árið 2015 var Áslaug kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins, settist svo á þing árið 2016 og var skipuð dómsmálaráðherra árið 2019, yngst kvenna. Helsta markmið Áslaugar í pólitík hefur verið að gera samfélagið frjálsara, betra, einfaldara og réttlátara. Hún hefur alltaf talað fyrir því að stjórnmálin eigi ekki að flækja líf fólks. Hún vil byggja á bjartsýni – hlusta á nýjar hugmyndir og raunhæfar lausnir – tryggja öryggi okkar og samkeppnishæfni, styðja frelsi og einstaklingsframtak og sameina ólík sjónarmið. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kjósin og Þórsmörk. Hvað færðu þér í bragðaref? Þrist, daim og oreo. Uppáhalds bók? Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín oft hvað ég kann hvert orð í laginu Við lifum aðeins einu sinni með Kalla Bjarna. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Kjósinni eða Siglufirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég var dugleg að fara í fjallgöngur og uppgötva ný fjöll eða fell til að ganga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og svo fékk Netflix talsvert meiri tíma en áður. Hvað tekur þú í bekk? 50kg á góðum degi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir og reyndar fæ mér sjaldan morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég er auðvitað í því, en fyrir utan það hefði ég alveg viljað verða kennari eins og mamma. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Mr. Un, ég veit að þú trúir því ekki en það er fólk til á Íslandi sem vill taka upp það stjórnkerfi sem þið hafið skapað. Uppáhalds tónlistarmaður? Bríet og GDRN eru mínir uppáhalds tónlistarmenn núna. Besti fimmaurabrandarinn? Hvað sagði tölvan áður en hún hrundi? Ég bilast. Ein sterkasta minningin úr æsku? Ég mun aldrei gleyma þegar ég stal litlum brjóstsykri og stakk uppí mig á Esso mjög ung og pabbi tók mig þannig á teppið að ég fór inn og borgaði innan við 5 krónur fyrir hann. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Ég horfi til margra en leiðbeinandinn minn og fyrirmynd þegar ég steig mín fyrstu skref var Ólöf Nordal. Besta íslenska Eurovision-lagið? Tell me með Telmu og Einari Ágústi. Besta frí sem þú hefur farið í? Ég held að hestaferð í kringum Mýrdalsjökul og ferðalag til Tælands standi uppúr hvort á sinn hátt. Uppáhalds þynnkumatur? Cheese bites á Dominos. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Gyða Sól að velja sér barnavagn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar ég setti óvart brunabjölluna af stað og rýma þurfti allan Verzlunarskólann. Síðar varð sú sem var ástæða uppátækisins aðstoðarmaður minn í dómsmálaráðuneytinu. Rómantískasta uppátækið? Svara eins og umhverfisráðherra: Ég er enn einhleyp, svarar þetta spurningunni? Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. Áslaug Arna fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1990, bjó fyrstu árin í Vesturbænum en fluttist svo í Árbæinn og gekk í Ártúns- og Árbæjarskóla. Árið 2010 útskrifaðist Áslaug Arna úr Verzlunarskóla Íslands og árið 2017 með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Áslaug hefur sinnt ýmsum störfum utan stjórnmálanna, verið blaðamaður og lögreglumaður og hefur einnig verið til sjós. Árið 2015 var Áslaug kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins, settist svo á þing árið 2016 og var skipuð dómsmálaráðherra árið 2019, yngst kvenna. Helsta markmið Áslaugar í pólitík hefur verið að gera samfélagið frjálsara, betra, einfaldara og réttlátara. Hún hefur alltaf talað fyrir því að stjórnmálin eigi ekki að flækja líf fólks. Hún vil byggja á bjartsýni – hlusta á nýjar hugmyndir og raunhæfar lausnir – tryggja öryggi okkar og samkeppnishæfni, styðja frelsi og einstaklingsframtak og sameina ólík sjónarmið. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kjósin og Þórsmörk. Hvað færðu þér í bragðaref? Þrist, daim og oreo. Uppáhalds bók? Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín oft hvað ég kann hvert orð í laginu Við lifum aðeins einu sinni með Kalla Bjarna. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Kjósinni eða Siglufirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég var dugleg að fara í fjallgöngur og uppgötva ný fjöll eða fell til að ganga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og svo fékk Netflix talsvert meiri tíma en áður. Hvað tekur þú í bekk? 50kg á góðum degi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir og reyndar fæ mér sjaldan morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég er auðvitað í því, en fyrir utan það hefði ég alveg viljað verða kennari eins og mamma. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Mr. Un, ég veit að þú trúir því ekki en það er fólk til á Íslandi sem vill taka upp það stjórnkerfi sem þið hafið skapað. Uppáhalds tónlistarmaður? Bríet og GDRN eru mínir uppáhalds tónlistarmenn núna. Besti fimmaurabrandarinn? Hvað sagði tölvan áður en hún hrundi? Ég bilast. Ein sterkasta minningin úr æsku? Ég mun aldrei gleyma þegar ég stal litlum brjóstsykri og stakk uppí mig á Esso mjög ung og pabbi tók mig þannig á teppið að ég fór inn og borgaði innan við 5 krónur fyrir hann. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Ég horfi til margra en leiðbeinandinn minn og fyrirmynd þegar ég steig mín fyrstu skref var Ólöf Nordal. Besta íslenska Eurovision-lagið? Tell me með Telmu og Einari Ágústi. Besta frí sem þú hefur farið í? Ég held að hestaferð í kringum Mýrdalsjökul og ferðalag til Tælands standi uppúr hvort á sinn hátt. Uppáhalds þynnkumatur? Cheese bites á Dominos. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Gyða Sól að velja sér barnavagn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar ég setti óvart brunabjölluna af stað og rýma þurfti allan Verzlunarskólann. Síðar varð sú sem var ástæða uppátækisins aðstoðarmaður minn í dómsmálaráðuneytinu. Rómantískasta uppátækið? Svara eins og umhverfisráðherra: Ég er enn einhleyp, svarar þetta spurningunni?
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira