Wall fetar í fótspor Harden og Westbrook | Leitar á ný mið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 23:30 Eftir aðeins hálft ár í herbúðum Houston Rockets mun John Wall leita á önnur mið. Michael Reaves/Getty Images John Wall hefur náð samkomulagi við forráðamenn Houston Rockets um að yfirgefa félagið þegar nægilega gott tilboð berst. Hann mun ekki leika með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta í vetur. Lið NBA-deildarinnar eru að skríða saman eftir sumarfrí og eru æfingaleikir eru á dagskrá í upphafi októbermánaðar. Þann 20. október fer boltinn svo á loft er meistarar Milwaukee Bucks mæta Brooklyn Nets. Síðar sömu nótt mætast Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Nets og Lakers eiga það sameiginlegt að vera bæði með fyrrum stórstjörnur Houston Rockets innanborðs, þá James Harden og Russell Westbrook. Nú hefur verið greint frá því að John Wall, núverandi ofurstjarna Rockets, sé á leið frá félaginu og muni ekki spila með því í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN ætla Houston að leggja traust sitt á hina ungu og efnilegu Kevin Porter Jr. og Jalen Green í vetur. Það þýðir að Wall, sem kom til Houston í skiptum fyrir Westbrook á síðasta ári, er ekki með neitt hlutverk hjá liðinu. Breaking: The Rockets and John Wall have agreed to work together in an attempt to find a trade destination, sources told @espn_macmahon. https://t.co/hYP02G2KMp pic.twitter.com/2wPttuKw5y— SportsCenter (@SportsCenter) September 14, 2021 Hinn 31 árs gamli Wall er á himinháaum samning og hefur aðeins spilað 113 leiki á síðustu fjórum tímabilum vegna meiðsla. Þar á meðal meiðslum á hásin sem þýddu að hann missti af öllu 2019-2020 tímabilinu með Wizards. Wall náði aðeins 40 leikjum með Houston í vetur en stóð sig vel þegar hann spilaði. Skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,9 stoðsendingar. Á vef Complex eru alls átta lið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Wall. Líkurnar er þó mismiklar. Philadelphia 76ers kemur til greina, þá mögulega með skiptum á Ben Simmons. Það er þó ekki talið líklegt. Los Angeles Clippers væri mun líklegra ef launapakki Wall væri ekki jafn hár og raun ber vitni. Miami Heat þyrfti einnig að fara í fjármálafimleika til þess að búa til pláss fyrir Wall. Dallas Mavericks gæti virkað þar sem það myndi gefa Luka Doncic þá hjálp sem hann þarf en það er talið ólíklegt þar sem Houston og Dallas eru í sömu deild. Detroit Pistons gæti verið góð lausn. Að fá mann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma til að leiðbeina drengnum sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali væri ekki alvitlaus hugmynd. Cleveland Cavaliers hafa verið nefndir til sögunnar en enginn virðist vita af hverju þeir ættu að reyna við Wall. New Orleans Pelicans eru einnig ekki líklegir til að vilja taka á sig þann launapakka sem fylgir Wall þó að liðið þurfi á einhverjum jákvæðum fréttum að halda eftir skelfilegt sumar á leikmannamarkaðnum. Að lokum er Oklahoma City Thunder nefnt til sögunnar þar sem liðið hefur efni á leikmanninum en það eru engar líkur á að leikmaðurinn vilji fara þangað. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Lið NBA-deildarinnar eru að skríða saman eftir sumarfrí og eru æfingaleikir eru á dagskrá í upphafi októbermánaðar. Þann 20. október fer boltinn svo á loft er meistarar Milwaukee Bucks mæta Brooklyn Nets. Síðar sömu nótt mætast Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Nets og Lakers eiga það sameiginlegt að vera bæði með fyrrum stórstjörnur Houston Rockets innanborðs, þá James Harden og Russell Westbrook. Nú hefur verið greint frá því að John Wall, núverandi ofurstjarna Rockets, sé á leið frá félaginu og muni ekki spila með því í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN ætla Houston að leggja traust sitt á hina ungu og efnilegu Kevin Porter Jr. og Jalen Green í vetur. Það þýðir að Wall, sem kom til Houston í skiptum fyrir Westbrook á síðasta ári, er ekki með neitt hlutverk hjá liðinu. Breaking: The Rockets and John Wall have agreed to work together in an attempt to find a trade destination, sources told @espn_macmahon. https://t.co/hYP02G2KMp pic.twitter.com/2wPttuKw5y— SportsCenter (@SportsCenter) September 14, 2021 Hinn 31 árs gamli Wall er á himinháaum samning og hefur aðeins spilað 113 leiki á síðustu fjórum tímabilum vegna meiðsla. Þar á meðal meiðslum á hásin sem þýddu að hann missti af öllu 2019-2020 tímabilinu með Wizards. Wall náði aðeins 40 leikjum með Houston í vetur en stóð sig vel þegar hann spilaði. Skoraði hann 20,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,9 stoðsendingar. Á vef Complex eru alls átta lið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Wall. Líkurnar er þó mismiklar. Philadelphia 76ers kemur til greina, þá mögulega með skiptum á Ben Simmons. Það er þó ekki talið líklegt. Los Angeles Clippers væri mun líklegra ef launapakki Wall væri ekki jafn hár og raun ber vitni. Miami Heat þyrfti einnig að fara í fjármálafimleika til þess að búa til pláss fyrir Wall. Dallas Mavericks gæti virkað þar sem það myndi gefa Luka Doncic þá hjálp sem hann þarf en það er talið ólíklegt þar sem Houston og Dallas eru í sömu deild. Detroit Pistons gæti verið góð lausn. Að fá mann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma til að leiðbeina drengnum sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali væri ekki alvitlaus hugmynd. Cleveland Cavaliers hafa verið nefndir til sögunnar en enginn virðist vita af hverju þeir ættu að reyna við Wall. New Orleans Pelicans eru einnig ekki líklegir til að vilja taka á sig þann launapakka sem fylgir Wall þó að liðið þurfi á einhverjum jákvæðum fréttum að halda eftir skelfilegt sumar á leikmannamarkaðnum. Að lokum er Oklahoma City Thunder nefnt til sögunnar þar sem liðið hefur efni á leikmanninum en það eru engar líkur á að leikmaðurinn vilji fara þangað. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira