„Það er skrítið að vera í gulu og bláu“ Atli Arason skrifar 15. september 2021 20:30 Dagný í baráttu við De Silva í leiknum. Vísir/Vilhelm Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar ánægð með að vera komin í úrslitaleik bikarkeppninnar í ár eftir 65-60 sigur á Njarðvík í kvöld. „Tilfinningin er mjög góð. Þetta var kannski aðeins meira spennandi en við vorum að vonast til. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mjög góður undirbúningur fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn,“ sagði Dagný í viðtali eftir leik. Dagný telur að Fjölnir eigi mun meira inni miðað við hvað liðið sýndi í þessum leik. „Okkur hefur gengið vel á æfingum og svona. Það eru mikið af hlutum sem við erum að framkvæma á æfingum sem við eigum eftir að fínstilla í leikjum. Það er auðvitað bara eitthvað sem kemur með fleiri leikjum sem við spilum. Ég held að við eigum helling inni og vonandi getum við sýnt það á laugardaginn.“ Dagný var að spila sinn annan leik fyrir Fjölni en hún skipti um félag fyrir þetta keppnistímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði. Fyrstu dagarnir hennar í Grafarvoginum hafa verið góðir að eigin sögn. „Æðislegt. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér, stelpurnar eru frábærar. Stjórnin, þjálfararnir og aðstæðurnar, mér finnst þetta allt geggjað. Það er skrítið að vera í gulu og bláu og allt í einu mætt í bæinn einhvern veginn en þetta er ótrúlega gaman. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Dagný með bros út að eyum. Ásamt því að hafa leikið vel fyrir Hamar á síðasta tímabili þá hefur Dagný eytt talsverðum tíma í Bandaríkjunum í háskólaboltanum þar við góðan orðstír. Sagan segir að mörg félög hafi leitast eftir kröftum Dagnýjar í sumar, Dagný var spurð að því afhverju hún valdi Fjölni. „Það eru margir hlutir sem spila inn í en að mörgu leyti var lokaniðurstaðan bæði þjálfarinn og stelpurnar og svo framtíðarsýn félagsins,“ svaraði Dagný. Varðandi markmið Fjölnis á komandi leiktímabili voru svör Dagnýjar einföld. „Bikar á laugardaginn og svo alla leið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að lokum. Fjölnir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var kannski aðeins meira spennandi en við vorum að vonast til. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mjög góður undirbúningur fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn,“ sagði Dagný í viðtali eftir leik. Dagný telur að Fjölnir eigi mun meira inni miðað við hvað liðið sýndi í þessum leik. „Okkur hefur gengið vel á æfingum og svona. Það eru mikið af hlutum sem við erum að framkvæma á æfingum sem við eigum eftir að fínstilla í leikjum. Það er auðvitað bara eitthvað sem kemur með fleiri leikjum sem við spilum. Ég held að við eigum helling inni og vonandi getum við sýnt það á laugardaginn.“ Dagný var að spila sinn annan leik fyrir Fjölni en hún skipti um félag fyrir þetta keppnistímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði. Fyrstu dagarnir hennar í Grafarvoginum hafa verið góðir að eigin sögn. „Æðislegt. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér, stelpurnar eru frábærar. Stjórnin, þjálfararnir og aðstæðurnar, mér finnst þetta allt geggjað. Það er skrítið að vera í gulu og bláu og allt í einu mætt í bæinn einhvern veginn en þetta er ótrúlega gaman. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Dagný með bros út að eyum. Ásamt því að hafa leikið vel fyrir Hamar á síðasta tímabili þá hefur Dagný eytt talsverðum tíma í Bandaríkjunum í háskólaboltanum þar við góðan orðstír. Sagan segir að mörg félög hafi leitast eftir kröftum Dagnýjar í sumar, Dagný var spurð að því afhverju hún valdi Fjölni. „Það eru margir hlutir sem spila inn í en að mörgu leyti var lokaniðurstaðan bæði þjálfarinn og stelpurnar og svo framtíðarsýn félagsins,“ svaraði Dagný. Varðandi markmið Fjölnis á komandi leiktímabili voru svör Dagnýjar einföld. „Bikar á laugardaginn og svo alla leið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að lokum.
Fjölnir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira