Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn Árni Jóhannsson skrifar 15. september 2021 22:15 Helena Sverrisdóttir leiddi sínar stöllur til sigurs á Hlíðarenda í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir að hafa leitt lið sitt í úrslit VÍS-bikarsins með 16 stig og 10 fráköst ásamt því að spila fanta varnarleik. Haukar báru sigurorð af Valskonum í seinni undanúrslitaleiknum í VÍS bikar kvenna fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 í leik sem einkenndist af stressi leikmanna framan af og lélegri hittni. Helena var á því að varnarleikurinn hafi skilað þessu í hús fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel. Við náðum svo aðeins að róa okkur niður og stilla okkur saman og það gerði gæfumuninn.“ Blaðamaður var einmitt á því að bæði lið virkuðu spennt og það var í raun og veru það lið sem náði að slíta sig úr þeirri spennu sem myndi ná yfirhöndinni. „Það eru náttúrlega miklar tilfinningar þegar þessi lið spila. Það eru ekki margir mánuðir síðan við vorum hér í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og mikið af tilfinningum og auðvitað eru þetta undanúrslit í bikar og þú veist að ef þú tapar þá ertu bara úr leik og kominn í pásu. Þannig að það var bara mikið undir og við vorum smá stressaðar.“ Helena tók náttúrlega þátt í því að tryggja Val sigur í Íslandsmótinu fyrir nokkrum mánuðum og hún var spurð út í það hvernig henni leið persónulega. „Mér finnst bara alltaf gaman að vinna. Auðvitað ber ég mikla virðingu og elska þessar stelpur ennþá, systur mína aðallega, en nú er ég bara komin í Hauka og við erum að spila við Hauka og það var sterkt að sækja sigurinn.“ Haukar munu á laugardaginn spila í 10. skipti til úrslita í bikarkeppninni og mæta Fjölni. Helena var spurð að því hvernig henni litist á mótherjann og tilefnið. „Þú ert að segja mér fréttir með Fjölni en mér finnst það bara frábært. Við erum að fara að spila EuroCup leik eftir átta daga og það er mjög gott að fá alvöru leik upp á bikar í undirbúning. Það er svo bara mjög spennandi að fara í úrslitaleik um bikar strax í september.“ Tæknilega séð er undirbúningstímabilið í gangi og var Helena spurð út í hvort það væri ekki gott að fá alvöru leiki í september einmitt. „Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn. Það skiptir engu máli hvort það er september eða febrúar.“ Haukar Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Haukar báru sigurorð af Valskonum í seinni undanúrslitaleiknum í VÍS bikar kvenna fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 í leik sem einkenndist af stressi leikmanna framan af og lélegri hittni. Helena var á því að varnarleikurinn hafi skilað þessu í hús fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel. Við náðum svo aðeins að róa okkur niður og stilla okkur saman og það gerði gæfumuninn.“ Blaðamaður var einmitt á því að bæði lið virkuðu spennt og það var í raun og veru það lið sem náði að slíta sig úr þeirri spennu sem myndi ná yfirhöndinni. „Það eru náttúrlega miklar tilfinningar þegar þessi lið spila. Það eru ekki margir mánuðir síðan við vorum hér í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og mikið af tilfinningum og auðvitað eru þetta undanúrslit í bikar og þú veist að ef þú tapar þá ertu bara úr leik og kominn í pásu. Þannig að það var bara mikið undir og við vorum smá stressaðar.“ Helena tók náttúrlega þátt í því að tryggja Val sigur í Íslandsmótinu fyrir nokkrum mánuðum og hún var spurð út í það hvernig henni leið persónulega. „Mér finnst bara alltaf gaman að vinna. Auðvitað ber ég mikla virðingu og elska þessar stelpur ennþá, systur mína aðallega, en nú er ég bara komin í Hauka og við erum að spila við Hauka og það var sterkt að sækja sigurinn.“ Haukar munu á laugardaginn spila í 10. skipti til úrslita í bikarkeppninni og mæta Fjölni. Helena var spurð að því hvernig henni litist á mótherjann og tilefnið. „Þú ert að segja mér fréttir með Fjölni en mér finnst það bara frábært. Við erum að fara að spila EuroCup leik eftir átta daga og það er mjög gott að fá alvöru leik upp á bikar í undirbúning. Það er svo bara mjög spennandi að fara í úrslitaleik um bikar strax í september.“ Tæknilega séð er undirbúningstímabilið í gangi og var Helena spurð út í hvort það væri ekki gott að fá alvöru leiki í september einmitt. „Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn. Það skiptir engu máli hvort það er september eða febrúar.“
Haukar Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira