Svik við sjómenn eru svik við þjóðina! Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 16. september 2021 10:02 Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun