Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Haukar 89-94 | Haukar bikarmeistari í sjöunda sinn eftir hörkuleik Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 18. september 2021 19:45 Titill á loft. Vísir/Hulda Margrét Haukar eru bikarmeistarar í sjöunda sinn eftir fimm stiga sigur á Fjölni í úrslitaleik VÍS-bikarsins í körfubolta. Leikurinn var æsispennandi og var það ekki fyrr en undir lok leiks sem Haukar náðu upp það góðri forystu að þær gætu andað léttar, lokatölur 94-89. Mikið var skorað í leiknum en þó að munurinn hafi endað í fimm stigum þá var leikurinn kannski ekkert rosalega spennandi í seinni hálfleik. Fjölnir byrjaði leikinn virkilega vel og leiddi með átta stigum eftir fyrsta leikhluta. Helena Sverrisdóttir í baráttunni við Dagnýi Lísu Davíðsdóttur og Sönju Orozovic.Vísir/Hulda Margrét Liðið komst svo í tíu stiga forskot í upphafi annars leikhluta en svo kom fimmtán stiga rispa frá Haukum sem komust fimm stigum yfir. Í lok fyrri hálfleiks leiddu Haukar með fjórtán stigum, gjörsamlega frábær annar leikhluti hjá Haukum. Haukar héldu öruggu forskoti út þriðja leikhluta en eftir um þrjár mínútur í lokaleikhlutanum hóf Fjölnir að saxa niður forskotið og náði í tvíganga að minnka muninn minnst niður í fimm stig. Það hentaði Fjölni vel þegar hraðinn í leiknum var mikill en Haukar reyndu að halda hraðanum niðri og leið vel þegar liðið náði að stilla upp í sína vörn og sína sókn. Haukar fagna sigri.Vísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Haukaliðið er vel mannað og þegar þær ná að stýra tempóinu þá munu fá lið ná að standast Hafnfirðingum snúning í vetur. Það sást þegar Fjölnisliðið náði að spila hraðan bolta að liðið getur farið langt á því. Reynsla Hauka vegur líka þungt í leik eins og þessum. Ég held að Helena Sverrisdóttir hafi unnið einn eða tvo titla og veit hvað þarf til. Bestar á vellinum Helena Sverrisdóttir og Haiden Palmer voru tvær bestar á vellinum. Haiden og Tinna Guðrún eru komnar frá Snæfelli og Helena er komin heim frá Val, gríðarlega góður liðsstyrkur. Helena Sverrisdóttir í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Helena var með 37 í framlag: 26 stig, níu fráköst, níu stoðsendingar, 60 prósent skotnýtingu (71 prósent í þriggja stiga skotum) og stal fjórum boltum. Haiden var með 31 í framlag: 23 stig, tíu stoðsendingar, átta fráköst, 50 prósent skotnýtingu og fjóra stolna bolta. Þrír leikmenn hjá Fjölni, þær Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, Dagný Lísa Davíðsdóttir og Iva Bosnjak voru með 23 í framalg. Þá gaf Ciani Cryor gaf þrettán stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir reynir að stöðva Ciani Cryor.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var ekkert frábær en á aftur á móti hittu lið bæði vel. Hvað næst? Framundan eru Evrópuleikir hjá Haukum og svo byrjar úrvalsdeildin í upphafi október. Ég held að við séum betri en Haukar Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er ansi svekkjandi strax eftir leik en ég held að við getum verið stoltar af mörgu sem við gerðum í þessum leik. Ég held, komandi inn í þennan leik, að fólk hafi svolítið efast um okkur en ég held að þetta fimm stiga tap sýni að við erum á pari við öll lið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis. Dagný Lísa - sem gekk til liðs við Fjölni í sumar - átti fínan leik, skoraði átján stig og tók tólf fráköst. Hún hefur spilað með háskólaliði Wyoming í Bandaríkjunum og á Íslandi hefur hún spilað með Hamri. Fjölnir var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en Haukar snéru leiknum sér í hag í öðrum leikhluta. „Við fórum rosalega vel af stað, við vorum að spila svolítið hraðan leik og þarna hægðist svolítið á okkur. Þær stjórnuðu í tempóinu í 2. og 3. leikhluta. Við þurfum að laga það hjá okkur, að við stjórnum tempóinu en ekki andstæðingurinn.“ Fimm leikmenn Fjölnis skoruðu öll nema fjögur stig liðsins, Dagný var spurð hvort það væri jákvætt. „Maður vill auðvitað að sem flestir skori og að lið eigi erfitt með að stoppa liðið í heild. Það er skárra að það séu fimm leikmenn að skora þessi stig en einungis tveir. Þetta er auðvitað liðsíþrótt og að allir séu að skora.“ Eru Haukar besta liðið á landinu eins og staðan er núna? „Ég held að við séum betri, þær komu bara aðeins sterkari inn í þennan leik, náðu að spila betri fjörutíu mínútur en við. Ég held að við eigum geggjaðan séns í titla í vetur, þótt við höfum ekki tekið þann fyrsta.“ Að lokum sagði Dagný að nú taki við undirbúningur fyrir fyrsta leik í deildinni 6. október. Hart barist.Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Úr leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Ciani Cryor var illviðráðanleg í dag.Vísir/Hulda Margrét Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Elísabeth Ýr Ægisdóttir koma engum vörnum við er Sanja Orozovic brýst í gegn.Vísir/Hulda Margrét Þjálfarateymi Haka með bikarinn.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Íslenski körfuboltinn Fjölnir Haukar
Haukar eru bikarmeistarar í sjöunda sinn eftir fimm stiga sigur á Fjölni í úrslitaleik VÍS-bikarsins í körfubolta. Leikurinn var æsispennandi og var það ekki fyrr en undir lok leiks sem Haukar náðu upp það góðri forystu að þær gætu andað léttar, lokatölur 94-89. Mikið var skorað í leiknum en þó að munurinn hafi endað í fimm stigum þá var leikurinn kannski ekkert rosalega spennandi í seinni hálfleik. Fjölnir byrjaði leikinn virkilega vel og leiddi með átta stigum eftir fyrsta leikhluta. Helena Sverrisdóttir í baráttunni við Dagnýi Lísu Davíðsdóttur og Sönju Orozovic.Vísir/Hulda Margrét Liðið komst svo í tíu stiga forskot í upphafi annars leikhluta en svo kom fimmtán stiga rispa frá Haukum sem komust fimm stigum yfir. Í lok fyrri hálfleiks leiddu Haukar með fjórtán stigum, gjörsamlega frábær annar leikhluti hjá Haukum. Haukar héldu öruggu forskoti út þriðja leikhluta en eftir um þrjár mínútur í lokaleikhlutanum hóf Fjölnir að saxa niður forskotið og náði í tvíganga að minnka muninn minnst niður í fimm stig. Það hentaði Fjölni vel þegar hraðinn í leiknum var mikill en Haukar reyndu að halda hraðanum niðri og leið vel þegar liðið náði að stilla upp í sína vörn og sína sókn. Haukar fagna sigri.Vísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Haukaliðið er vel mannað og þegar þær ná að stýra tempóinu þá munu fá lið ná að standast Hafnfirðingum snúning í vetur. Það sást þegar Fjölnisliðið náði að spila hraðan bolta að liðið getur farið langt á því. Reynsla Hauka vegur líka þungt í leik eins og þessum. Ég held að Helena Sverrisdóttir hafi unnið einn eða tvo titla og veit hvað þarf til. Bestar á vellinum Helena Sverrisdóttir og Haiden Palmer voru tvær bestar á vellinum. Haiden og Tinna Guðrún eru komnar frá Snæfelli og Helena er komin heim frá Val, gríðarlega góður liðsstyrkur. Helena Sverrisdóttir í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Helena var með 37 í framlag: 26 stig, níu fráköst, níu stoðsendingar, 60 prósent skotnýtingu (71 prósent í þriggja stiga skotum) og stal fjórum boltum. Haiden var með 31 í framlag: 23 stig, tíu stoðsendingar, átta fráköst, 50 prósent skotnýtingu og fjóra stolna bolta. Þrír leikmenn hjá Fjölni, þær Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, Dagný Lísa Davíðsdóttir og Iva Bosnjak voru með 23 í framalg. Þá gaf Ciani Cryor gaf þrettán stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir reynir að stöðva Ciani Cryor.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var ekkert frábær en á aftur á móti hittu lið bæði vel. Hvað næst? Framundan eru Evrópuleikir hjá Haukum og svo byrjar úrvalsdeildin í upphafi október. Ég held að við séum betri en Haukar Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er ansi svekkjandi strax eftir leik en ég held að við getum verið stoltar af mörgu sem við gerðum í þessum leik. Ég held, komandi inn í þennan leik, að fólk hafi svolítið efast um okkur en ég held að þetta fimm stiga tap sýni að við erum á pari við öll lið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis. Dagný Lísa - sem gekk til liðs við Fjölni í sumar - átti fínan leik, skoraði átján stig og tók tólf fráköst. Hún hefur spilað með háskólaliði Wyoming í Bandaríkjunum og á Íslandi hefur hún spilað með Hamri. Fjölnir var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en Haukar snéru leiknum sér í hag í öðrum leikhluta. „Við fórum rosalega vel af stað, við vorum að spila svolítið hraðan leik og þarna hægðist svolítið á okkur. Þær stjórnuðu í tempóinu í 2. og 3. leikhluta. Við þurfum að laga það hjá okkur, að við stjórnum tempóinu en ekki andstæðingurinn.“ Fimm leikmenn Fjölnis skoruðu öll nema fjögur stig liðsins, Dagný var spurð hvort það væri jákvætt. „Maður vill auðvitað að sem flestir skori og að lið eigi erfitt með að stoppa liðið í heild. Það er skárra að það séu fimm leikmenn að skora þessi stig en einungis tveir. Þetta er auðvitað liðsíþrótt og að allir séu að skora.“ Eru Haukar besta liðið á landinu eins og staðan er núna? „Ég held að við séum betri, þær komu bara aðeins sterkari inn í þennan leik, náðu að spila betri fjörutíu mínútur en við. Ég held að við eigum geggjaðan séns í titla í vetur, þótt við höfum ekki tekið þann fyrsta.“ Að lokum sagði Dagný að nú taki við undirbúningur fyrir fyrsta leik í deildinni 6. október. Hart barist.Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Úr leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Ciani Cryor var illviðráðanleg í dag.Vísir/Hulda Margrét Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Elísabeth Ýr Ægisdóttir koma engum vörnum við er Sanja Orozovic brýst í gegn.Vísir/Hulda Margrét Þjálfarateymi Haka með bikarinn.Vísir/Hulda Margrét
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum