Vindum ofan af nýfrjálshyggjunni Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2021 16:30 Í stuttu máli er saga nýfrjálshyggjunnar þessi: 1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening. 2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst. 3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna. 4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu. 5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna. 6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings. 7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk. 8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings. Þetta er söguþráðurinn í meginatriðum, um hvernig þessi heimska stefna braut niður samfélögin í okkar heimshluta. Við þessu er aðeins eitt ráð; að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni. 8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings. 7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur. 6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa. 5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. 4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu. 3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins. 2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku. 1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða. Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp. Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Gunnar Smári Egilsson Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í stuttu máli er saga nýfrjálshyggjunnar þessi: 1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening. 2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst. 3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna. 4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu. 5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna. 6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings. 7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk. 8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings. Þetta er söguþráðurinn í meginatriðum, um hvernig þessi heimska stefna braut niður samfélögin í okkar heimshluta. Við þessu er aðeins eitt ráð; að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni. 8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings. 7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur. 6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa. 5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. 4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu. 3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins. 2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku. 1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða. Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp. Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar