Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 19. september 2021 21:00 Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Húsnæðismál Suðvesturkjördæmi Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun