Þarf Austurland þingmenn? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 20. september 2021 16:30 Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við. Hvað á ég að kjósa? Hvernig á ég að ákveða mig? Hvað er það sem skiptir máli? Hér á Austurlandi erum við sárafá. Nú búa hér alls 10.820 manns, um 2,4% þjóðarinnar, sem þýðir að jafnaði, 0.7 íbúa á hvern ferkílómetra. Hér eigum við samt margar aflamestu löndunarhafnir landsins og samanlagt er um 40% af afla Íslendinga landað í austfirskum höfnum. Útflutningsverðmæti afurða Alcoa Fjarðaáls, á árinu 2020, nam 82,5 milljörðum íslenskra króna eða um 13% af útflutningsverðmætum landsins. Við leggjum vel til þjóðarbúsins en opinber þjónusta og innviðir hér kosta líka sitt og hér er til dæmis mikið vegakerfi sem enn þarf að bæta þó margt hafi áunnist. Verulegra framkvæmda er þörf og má þar nefna Fjarðarheiðargöng, Axarveg, Suðurfjarðaveg og nýja brú yfir Lagarfljót svo fátt eitt sé nefnt. Af verkunum skulum við dæma þá Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað á kjörtímabilinu að flokkurinn er landsbyggðaflokkur með mikinn hug á umbótum í vegakerfinu. Við höfum einnig margsýnt það og sannað að við erum framkvæmdaflokkur, hjá okkur eru ekki innantóm loforð á hátíðum og tyllidögum. Ýmsu er lokið, margt er hafið og annað er búið að undirbúa sem bíður eftir að verða hrint í framkvæmd. En þá skiptir máli að fólkið, sem vill og getur, sé í stöðu til þess að klára málin. Betri er einn fugl í hendi Hér á Austurlandi þarf að horfa þarf til þess hvaða flokkar það eru sem geta skilað öflugum Austfirðingum inn á þing. Það getur Framsóknarflokkurinn. Líneik Anna Sævarsdóttir skipar 2. sæti framboðslistans okkar. Hún hefur áralanga reynslu af þingstörfum, sveitarstjórnarmálum og innan úr opinbera geiranum en það sem ekki skiptir síður máli er að hún hefur áratuga reynslu af því að búa á Austurlandi og gerir það enn. Við vitum hvað Líneik hefur skipt Austfirðinga miklu máli, alla þá vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur og hversu miklu máli skiptir að eiga hana að sem okkar fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að geta tekið upp tólið, hringt í þingmanninn sinn og fengið að vita að málin verði skoðuð af yfirvegun og þekkingu sem byggir á persónulegri reynslu af umhverfi og aðstæðum. Við þurfum rödd við borðið Nú gefa skoðanakannanir það til kynna að Framsókn eigi upp á pallborðið hjá landsmönnum og íbúum Austurlands. Við fögnum því að eiga svo góða samleið með kjósendum og vonumst til að talning upp úr kjörkössum sýni það sannarlega. En hér verður að setja varnagla. Það er ekki hægt að stóla á að allir hinir muni kjósa það sem þér sjálfum líst nú ágætlega á. Ef þér líkar það sem við gerum, ef þú vilt sjá öflugan fulltrúa Austurlands á Alþingi og ef þú vilt að við séum í stöðu til að tala máli landsbyggðarinnar allrar og Austurlands sérstaklega, íbúanna, barnanna, vegakerfisins og alls hins, þá þarftu að setja X við B á kjördag. Höfundur er í 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við. Hvað á ég að kjósa? Hvernig á ég að ákveða mig? Hvað er það sem skiptir máli? Hér á Austurlandi erum við sárafá. Nú búa hér alls 10.820 manns, um 2,4% þjóðarinnar, sem þýðir að jafnaði, 0.7 íbúa á hvern ferkílómetra. Hér eigum við samt margar aflamestu löndunarhafnir landsins og samanlagt er um 40% af afla Íslendinga landað í austfirskum höfnum. Útflutningsverðmæti afurða Alcoa Fjarðaáls, á árinu 2020, nam 82,5 milljörðum íslenskra króna eða um 13% af útflutningsverðmætum landsins. Við leggjum vel til þjóðarbúsins en opinber þjónusta og innviðir hér kosta líka sitt og hér er til dæmis mikið vegakerfi sem enn þarf að bæta þó margt hafi áunnist. Verulegra framkvæmda er þörf og má þar nefna Fjarðarheiðargöng, Axarveg, Suðurfjarðaveg og nýja brú yfir Lagarfljót svo fátt eitt sé nefnt. Af verkunum skulum við dæma þá Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað á kjörtímabilinu að flokkurinn er landsbyggðaflokkur með mikinn hug á umbótum í vegakerfinu. Við höfum einnig margsýnt það og sannað að við erum framkvæmdaflokkur, hjá okkur eru ekki innantóm loforð á hátíðum og tyllidögum. Ýmsu er lokið, margt er hafið og annað er búið að undirbúa sem bíður eftir að verða hrint í framkvæmd. En þá skiptir máli að fólkið, sem vill og getur, sé í stöðu til þess að klára málin. Betri er einn fugl í hendi Hér á Austurlandi þarf að horfa þarf til þess hvaða flokkar það eru sem geta skilað öflugum Austfirðingum inn á þing. Það getur Framsóknarflokkurinn. Líneik Anna Sævarsdóttir skipar 2. sæti framboðslistans okkar. Hún hefur áralanga reynslu af þingstörfum, sveitarstjórnarmálum og innan úr opinbera geiranum en það sem ekki skiptir síður máli er að hún hefur áratuga reynslu af því að búa á Austurlandi og gerir það enn. Við vitum hvað Líneik hefur skipt Austfirðinga miklu máli, alla þá vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur og hversu miklu máli skiptir að eiga hana að sem okkar fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að geta tekið upp tólið, hringt í þingmanninn sinn og fengið að vita að málin verði skoðuð af yfirvegun og þekkingu sem byggir á persónulegri reynslu af umhverfi og aðstæðum. Við þurfum rödd við borðið Nú gefa skoðanakannanir það til kynna að Framsókn eigi upp á pallborðið hjá landsmönnum og íbúum Austurlands. Við fögnum því að eiga svo góða samleið með kjósendum og vonumst til að talning upp úr kjörkössum sýni það sannarlega. En hér verður að setja varnagla. Það er ekki hægt að stóla á að allir hinir muni kjósa það sem þér sjálfum líst nú ágætlega á. Ef þér líkar það sem við gerum, ef þú vilt sjá öflugan fulltrúa Austurlands á Alþingi og ef þú vilt að við séum í stöðu til að tala máli landsbyggðarinnar allrar og Austurlands sérstaklega, íbúanna, barnanna, vegakerfisins og alls hins, þá þarftu að setja X við B á kjördag. Höfundur er í 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar