Aðgerðaáætlun gegn fátækt barna! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. september 2021 11:01 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Varða Rannsóknarstofa Vinnumarkaðarins gerði meðal félaga í ÖBÍ staðfestist enn og aftur sú staðreynd að fjárhagsstaða einstæðra foreldra í hópi öryrkja er oft mjög slæm. Einstæðir foreldrar með börn í hópi öryrkja hafa í meira mæli þurft að nota þá fjárhagsaðstoð sem spurt var um í könnuninni eða um átta af hverjum tíu. Flestir höfðu þurft að leita á náðir ættingja, vina eða hjálparsamtaka. Auk þess kemur í ljós að um átta af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Oft vilja börnin sjálf gleymast í umræðu um fátækt. Við þurfum ávallt að horfa á aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt út frá sjónarhorni barna. Þar sem þessu sjónarhorni hefur verið beitt erlendis hefur komið í ljós að aðstæður barna eiga það til að gleymast í umræðunni um fátækt. Þessi staðreynd er grafalvarleg þar sem ljóst er að afleiðingar barnafátæktar eru skelfilegar, styttri lífslíkur, verri andleg og líkamleg heilsa ásamt auknum líkum á að búa við fátækt á fullorðins aldri. Til að breyta þessu þarf fyrst og fremst að bæta lífskjör einstæðra foreldra, ekki síst í hópi öryrkja. Barnabætur hafa verið hækkaðar og fleiri njóta þeirra, en ljóst er að huga þarf sérstaklega að hækkun til þeirra verst stöddu t.d með hækkun hámarksbóta. Hækka þarf barnalífeyri og halda áfram að auka niðurgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun. Festa ætti í sessi sérstakan frístundastyrk og vinna að innleiðingu hans í samvinnu við sveitarfélögin. Efla þarf almenna íbúðakerfið, en ljóst er að staða á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaður hafa mikil áhrif á fólk sem býr við fátækt. Nú þurfa stjórnvöld að vinna fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlunina gegn fátækt barna á Íslandi. Við þá vinnu er mikilvægt að nýta reynsluna frá öðrum löndum á borð við Noreg. Meðal brýnna aðgerða er að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með tímasettri áætlun, endurskoða barnabótakerfið með áherslu á tekjulægstu hópana, hækka grunnframfærslu öryrkja ásamt barnalífeyri og tryggja að stuðningskerfi vinni og virki saman og ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Við Vinstri græn höfum sýnt að okkur er treystandi til að taka að okkur umfangsmikil verkefni, og forgangsraða ávallt í þágu þeirra sem þurfa mest á því að halda. Nú er kominn tími til að stjórnvöld vinni fyrstu heildstæðu áætlunina gegn fátækt barna og haldi áfram að láta verkin tala. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi norður Félagsmál Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Varða Rannsóknarstofa Vinnumarkaðarins gerði meðal félaga í ÖBÍ staðfestist enn og aftur sú staðreynd að fjárhagsstaða einstæðra foreldra í hópi öryrkja er oft mjög slæm. Einstæðir foreldrar með börn í hópi öryrkja hafa í meira mæli þurft að nota þá fjárhagsaðstoð sem spurt var um í könnuninni eða um átta af hverjum tíu. Flestir höfðu þurft að leita á náðir ættingja, vina eða hjálparsamtaka. Auk þess kemur í ljós að um átta af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Oft vilja börnin sjálf gleymast í umræðu um fátækt. Við þurfum ávallt að horfa á aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt út frá sjónarhorni barna. Þar sem þessu sjónarhorni hefur verið beitt erlendis hefur komið í ljós að aðstæður barna eiga það til að gleymast í umræðunni um fátækt. Þessi staðreynd er grafalvarleg þar sem ljóst er að afleiðingar barnafátæktar eru skelfilegar, styttri lífslíkur, verri andleg og líkamleg heilsa ásamt auknum líkum á að búa við fátækt á fullorðins aldri. Til að breyta þessu þarf fyrst og fremst að bæta lífskjör einstæðra foreldra, ekki síst í hópi öryrkja. Barnabætur hafa verið hækkaðar og fleiri njóta þeirra, en ljóst er að huga þarf sérstaklega að hækkun til þeirra verst stöddu t.d með hækkun hámarksbóta. Hækka þarf barnalífeyri og halda áfram að auka niðurgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun. Festa ætti í sessi sérstakan frístundastyrk og vinna að innleiðingu hans í samvinnu við sveitarfélögin. Efla þarf almenna íbúðakerfið, en ljóst er að staða á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaður hafa mikil áhrif á fólk sem býr við fátækt. Nú þurfa stjórnvöld að vinna fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlunina gegn fátækt barna á Íslandi. Við þá vinnu er mikilvægt að nýta reynsluna frá öðrum löndum á borð við Noreg. Meðal brýnna aðgerða er að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með tímasettri áætlun, endurskoða barnabótakerfið með áherslu á tekjulægstu hópana, hækka grunnframfærslu öryrkja ásamt barnalífeyri og tryggja að stuðningskerfi vinni og virki saman og ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Við Vinstri græn höfum sýnt að okkur er treystandi til að taka að okkur umfangsmikil verkefni, og forgangsraða ávallt í þágu þeirra sem þurfa mest á því að halda. Nú er kominn tími til að stjórnvöld vinni fyrstu heildstæðu áætlunina gegn fátækt barna og haldi áfram að láta verkin tala. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun