Váhrifaskvaldrar, samfélagsbítar og égarar Lárus Jón Guðmundsson skrifar 22. september 2021 08:31 Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun