Hinn örlitli grenjandi minnihluti mun ekki þagna Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 22. september 2021 09:45 Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Eins og margítrekað hefur komið fram er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú ríkisstjórn sem mun taka við hlýtur að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli alveg eins og hún mun taka sjálfstæðar ákvarðanir í öðrum málum. Þess vegna er það sérstakt að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi lagt fram skýr markmið um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að fara með hálendisfrumvarpið. Það er tvennt sem skiptir máli í því: Hið fyrra er að það er gengið út frá því að sömu ríkisstjórnarflokkar taki við eftir næstu kosningar eða þá að verið sé að slá ryki í augu landsmanna enn og aftur og lofa því sem ekki verður staðið við. Það má ekki gleymast að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar stendur enn: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Þá voru engir fyrirvarar settir, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki. Engir. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar að vera við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við það að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar, hinum örlitla grenjandi minni hluta. Það hefur komið fram að lítið samráð var við hagaðila í gegnum þessa vinnu allt frá upphafi til enda. Eins og þetta mál er vaxið er verið að taka um þriðjung landsins undir þjóðgarð í ósátt við nærri öll sveitarfélög sem eiga land að fyrirhuguðum þjóðgarði. Fulltrúi Miðflokksins í hinum þverpólitíska undirbúningshópi sem átti að vera grundvöllur málsins, sagði sig frá þeirri vinnu þar sem ljóst var á þeim tímapunkti að ekki yrði tekið tillit til athugasemda hagaðila. Þá bárust fjölmargar umsagnir um málið, nærri 160 talsins, sem flestar voru gegn stofnun hálendisþjóðgarðsins. Þá hefði mátt vera ljóst á þeim tímapunkti að engin sátt væri um þetta frumvarp. Talað var um sýndarsamráð. Í mörgum umsögnum mátti sjá að talað var um að efnisatriði málsins væru óljós, ekki nægjanlega vel unnin eða beinlínis ósamrýmanleg markmiðum frumvarpsins. Dæmi um slíkt er hvort markmið frumvarpsins hafi verið að ferðamönnum á svæðinu fjölgi, já eða fækki. Það verður að vanda lagasetningu, hagsmunir allra Íslendinga eru undir, orkuauðlindir landsins og nýting þeirra til framtíðar, svo eitthvað sé nefnt. Við þetta má bæta að fyrirséð var að mikill kostnaður hefði fylgt innleiðingu hálendisþjóðgarðsins, auk þessa myndi þetta frumvarp setja í uppnám orkunýtingarkosti, græna orkukosti og endurnýtanlega orku. Við viljum öll vernda landið okkar, ganga vel um það og sjá til þess að vel sé farið með þá peninga sem við greiðum í formi skatta og gjalda. Mikilvægt er því að benda á að aukin kerfisvæðing mun auka útgjöld. Að þessu sögðu má ekki gleyma rétti fólks til að fara um landið sitt. Það er ekki hægt að undirstrika þá áherslu nógu oft eða nógu mikið. Þetta segi ég vegna þess að á sama tíma og margir ferðast um hálendið þá fara allflestir þar um með vernd náttúrunnar í huga. Þetta snýst um ferðafrelsi. Margar umsagnir sem bárust fjölluðu einmitt um þetta, að eftir því sem árin líða verði lokað á ferðafrelsi almennings. Þetta er alls konar fólk, göngumenn og hestamenn, bara til að nefna einhverja. Og þetta veit hinn örlitli grenjandi minni hluti. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Eins og margítrekað hefur komið fram er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú ríkisstjórn sem mun taka við hlýtur að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli alveg eins og hún mun taka sjálfstæðar ákvarðanir í öðrum málum. Þess vegna er það sérstakt að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi lagt fram skýr markmið um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að fara með hálendisfrumvarpið. Það er tvennt sem skiptir máli í því: Hið fyrra er að það er gengið út frá því að sömu ríkisstjórnarflokkar taki við eftir næstu kosningar eða þá að verið sé að slá ryki í augu landsmanna enn og aftur og lofa því sem ekki verður staðið við. Það má ekki gleymast að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar stendur enn: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Þá voru engir fyrirvarar settir, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki. Engir. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar að vera við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við það að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar, hinum örlitla grenjandi minni hluta. Það hefur komið fram að lítið samráð var við hagaðila í gegnum þessa vinnu allt frá upphafi til enda. Eins og þetta mál er vaxið er verið að taka um þriðjung landsins undir þjóðgarð í ósátt við nærri öll sveitarfélög sem eiga land að fyrirhuguðum þjóðgarði. Fulltrúi Miðflokksins í hinum þverpólitíska undirbúningshópi sem átti að vera grundvöllur málsins, sagði sig frá þeirri vinnu þar sem ljóst var á þeim tímapunkti að ekki yrði tekið tillit til athugasemda hagaðila. Þá bárust fjölmargar umsagnir um málið, nærri 160 talsins, sem flestar voru gegn stofnun hálendisþjóðgarðsins. Þá hefði mátt vera ljóst á þeim tímapunkti að engin sátt væri um þetta frumvarp. Talað var um sýndarsamráð. Í mörgum umsögnum mátti sjá að talað var um að efnisatriði málsins væru óljós, ekki nægjanlega vel unnin eða beinlínis ósamrýmanleg markmiðum frumvarpsins. Dæmi um slíkt er hvort markmið frumvarpsins hafi verið að ferðamönnum á svæðinu fjölgi, já eða fækki. Það verður að vanda lagasetningu, hagsmunir allra Íslendinga eru undir, orkuauðlindir landsins og nýting þeirra til framtíðar, svo eitthvað sé nefnt. Við þetta má bæta að fyrirséð var að mikill kostnaður hefði fylgt innleiðingu hálendisþjóðgarðsins, auk þessa myndi þetta frumvarp setja í uppnám orkunýtingarkosti, græna orkukosti og endurnýtanlega orku. Við viljum öll vernda landið okkar, ganga vel um það og sjá til þess að vel sé farið með þá peninga sem við greiðum í formi skatta og gjalda. Mikilvægt er því að benda á að aukin kerfisvæðing mun auka útgjöld. Að þessu sögðu má ekki gleyma rétti fólks til að fara um landið sitt. Það er ekki hægt að undirstrika þá áherslu nógu oft eða nógu mikið. Þetta segi ég vegna þess að á sama tíma og margir ferðast um hálendið þá fara allflestir þar um með vernd náttúrunnar í huga. Þetta snýst um ferðafrelsi. Margar umsagnir sem bárust fjölluðu einmitt um þetta, að eftir því sem árin líða verði lokað á ferðafrelsi almennings. Þetta er alls konar fólk, göngumenn og hestamenn, bara til að nefna einhverja. Og þetta veit hinn örlitli grenjandi minni hluti. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun