Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson skrifar 23. september 2021 07:15 Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur.
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun