Að bera saman gúrkur og banana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. september 2021 10:16 Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun