Stöðugt loftslag, undirstaða alls Finnur Ricart Andrason skrifar 24. september 2021 07:30 Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun