Svona virka nýjar meðalhraðamyndavélar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 20:30 Til skoðunar er að koma nýju tækninni upp í Hvalfjarðargöngum. vísir/vilhelm Samgönguráðuneytið hefur veitt lögreglu heimild til að styðjast við nýjar hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á löngum vegarkafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðalakstur verður háttað. Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu. Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu.
Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent