Svona virka nýjar meðalhraðamyndavélar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 20:30 Til skoðunar er að koma nýju tækninni upp í Hvalfjarðargöngum. vísir/vilhelm Samgönguráðuneytið hefur veitt lögreglu heimild til að styðjast við nýjar hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á löngum vegarkafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðalakstur verður háttað. Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu. Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Heimildin til að sekta út frá meðalhraðamyndavélunum var veitt með nýjum samningum ráðuneytisins við Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Vegagerðina. Nýja tæknin hefur verið í prófun í bæði Norðfjarðargöngunum og á Grindarvíkurvegi síðustu mánuði. Nú er í bígerð að koma eins tækni fyrir á Þingvallavegi og þá eru fleiri vegarkaflar á landinu til skoðunar, til dæmis Hvalfjarðargöngin. Ferð ekki Hvalfjarðargöng á undir 5 mínútum En hvernig virkar þessi nýja tækni? Tökum Hvalfjarðargöngin sem dæmi en hægt er að sjá þetta betur myndrænt í fréttaklippunni hér að neðan: Myndavélum væri þá komið fyrir bæði við báða enda ganganna. Þegar bíll keyrir inn í þau er tekin af honum mynd. Hvalfjarðargöngin eru rúmlega 5,7 kílómetra löng. Hámarkshraðinn í þeim er 70 kílómetrar á klukkustund. Þetta þýðir að ef bíllinn fer á löglegum hraða í gegn um öll göngin ætti hann ekki að geta verið mikið fljótari en fimm mínútur á leiðinni. Þegar hann kemur út úr göngunum tekur hin myndavélin einnig af honum mynd og reiknar síðan út meðalhraða bílsins á leiðinni. Óljóst hvernig yrði sektað Og ef hann var ekki nema fjórar og hálfa mínútu að fara göngin þýðir það auðvitað sekt. En það virðist reyndar alls ekki verið búið að ákveða hvernig eigi að sekta fyrir of háan meðalhraða. Eins og er eru öll sektarviðmið lögreglunnar aðeins við hámarkshraða og með þessari nýju tækni er engin leið að vita hvort einhver keyrir á 110 kílómetra hraða í heila mínútu á vegarkafla í Hvalfjarðargöngum eða jafnvel á 140 kílómetra hraða í hálfa mínútu.
Umferð Umferðaröryggi Lögreglan Samgöngur Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira