Skynsamleg varnaðarorð Seðlabankastjóra Daði Már Kristófersson skrifar 24. september 2021 08:30 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri gerir tillögur Viðreisnar um gjaldeyrisstöðugleika að umræðuefni í samtali við Viðskiptablaðið. Þar fer Ásgeir yfir þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til þess að slíkt markmið sé raunhæft. Þau helstu eru ábyrg hagstjórn og endurskoðun vinnumarkaðslíkans. Í umræðum um aukin stöðugleika hef ég einmitt tekið þetta skírt fram, meðal annars hér og hér. Undir orð Ásgeirs ber því að taka. Við, sem þjóð, þurfum að axla ábyrgð á stöðugleikanum, ef við viljum byggja framtíðina á honum. Þetta gerðu nágrannalönd okkar á Norðurlöndum fyrir rúmum tveimur áratugum. Þau endurskoðuðu aðferðafræðina við gerð kjarasamninga með það fyrir augum að styðja við stöðugleika. Árangurinn af þessum breytingum hefur verið mjög góður. Betur hefur gengið að byggja upp kaupmátt og minni gliðnun hefur orðið milli stétta en hér á landi. Höfrungahlaupið sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað hefur því ekki verið til góðs. Að sama skapi einkennast stjórnmál á hinum Norðurlöndunum ekki eins mikið af loforðum fyrir kosningar. Ástæðan er einfaldlega sú að allir flokkar vita að óraunhæf loforð munu á endanum koma í bakið á kjósendum. Þeir velja að sýna ábyrgð. Það mundu íslenskir stjórnmálamenn líka þurfa að gera. Breyting sem þessi krefst samstöðu. Hana þarf að byggja upp. Við munum þó aldrei ljúka því verkefni nema að hefjast handa. Til mikils er að vinna. Framtíðartækifæri íslensks samfélags eru í húfi. Ég er því stoltur af að Viðreisn hafi kjark til þess að leggja í þessa vegferð. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Seðlabankinn Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri gerir tillögur Viðreisnar um gjaldeyrisstöðugleika að umræðuefni í samtali við Viðskiptablaðið. Þar fer Ásgeir yfir þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til þess að slíkt markmið sé raunhæft. Þau helstu eru ábyrg hagstjórn og endurskoðun vinnumarkaðslíkans. Í umræðum um aukin stöðugleika hef ég einmitt tekið þetta skírt fram, meðal annars hér og hér. Undir orð Ásgeirs ber því að taka. Við, sem þjóð, þurfum að axla ábyrgð á stöðugleikanum, ef við viljum byggja framtíðina á honum. Þetta gerðu nágrannalönd okkar á Norðurlöndum fyrir rúmum tveimur áratugum. Þau endurskoðuðu aðferðafræðina við gerð kjarasamninga með það fyrir augum að styðja við stöðugleika. Árangurinn af þessum breytingum hefur verið mjög góður. Betur hefur gengið að byggja upp kaupmátt og minni gliðnun hefur orðið milli stétta en hér á landi. Höfrungahlaupið sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað hefur því ekki verið til góðs. Að sama skapi einkennast stjórnmál á hinum Norðurlöndunum ekki eins mikið af loforðum fyrir kosningar. Ástæðan er einfaldlega sú að allir flokkar vita að óraunhæf loforð munu á endanum koma í bakið á kjósendum. Þeir velja að sýna ábyrgð. Það mundu íslenskir stjórnmálamenn líka þurfa að gera. Breyting sem þessi krefst samstöðu. Hana þarf að byggja upp. Við munum þó aldrei ljúka því verkefni nema að hefjast handa. Til mikils er að vinna. Framtíðartækifæri íslensks samfélags eru í húfi. Ég er því stoltur af að Viðreisn hafi kjark til þess að leggja í þessa vegferð. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar