Með evru neyðumst við til þess að hætta þessum óheilbrigða leik! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. september 2021 13:45 Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar