Valið er skýrt Bjarni Benediktsson skrifar 25. september 2021 08:00 Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin. Hærri laun, lægri skattar og léttari afborganir Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Launin hafa hækkað og skattarnir lækkað. Tugir þúsunda Íslendinga hafa endurfjármagnað húsnæðislánin með lægri vöxtum og léttari afborgunum. Í úttekt GRI sem birt var í vikunni kemur fram að það sé best að eldast á Íslandi, þriðja árið í röð. Það land er vandfundið þar sem fólk býr við jafn mikinn kaupmátt, jöfnuður er óvíða meiri og tækifærunum fer stöðugt fjölgandi. Tækifærin í vandamálunum Okkur gengur vel, en við höfum líka ótal tækifæri til að gera enn betur. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa. Til að það sé hægt þurfum við hins vegar frjálst og öflugt atvinnulíf. Kjörin verða ekki bætt með því að hækka skatta, umbylta stjórnarskránni eða skuldsetja komandi kynslóðir fyrir útblásnum loforðum. Árangurinn næst ekki undir forystu fólks sem ávallt sér vandamál í tækifærunum, frekar en tækifæri í vandamálunum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina kjölfestan sem kemur í veg fyrir fjölflokka vinstristjórn. Gerum gott samfélag enn betra Með Sjálfstæðisflokkinn í forystu munum við halda áfram að lækka skatta, bæta kjörin og byggja umhverfi þar sem fyrirtækin okkar blómstra, geta fjölgað starfsfólki og borgað hærri laun. Við ætlum að styrkja okkar dýrmæta heilbrigðiskerfi með öflugu samstarfi hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við munum áfram sækja fram af krafti í loftslagsmálum og ætlum að verða fyrst í heiminum til að skipta alfarið úr olíu í rafmagn og aðra innlenda orkugjafa. Markmiðin eru skýr og lausnirnar raunhæfar. Sígandi lukka, stöðugleiki og ábyrgð. Þar liggur lykillinn að farsælli framtíð. Með bjartsýni og trú á framtíðina að vopni gerum við gott samfélag enn betra. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin. Hærri laun, lægri skattar og léttari afborganir Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Launin hafa hækkað og skattarnir lækkað. Tugir þúsunda Íslendinga hafa endurfjármagnað húsnæðislánin með lægri vöxtum og léttari afborgunum. Í úttekt GRI sem birt var í vikunni kemur fram að það sé best að eldast á Íslandi, þriðja árið í röð. Það land er vandfundið þar sem fólk býr við jafn mikinn kaupmátt, jöfnuður er óvíða meiri og tækifærunum fer stöðugt fjölgandi. Tækifærin í vandamálunum Okkur gengur vel, en við höfum líka ótal tækifæri til að gera enn betur. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa. Til að það sé hægt þurfum við hins vegar frjálst og öflugt atvinnulíf. Kjörin verða ekki bætt með því að hækka skatta, umbylta stjórnarskránni eða skuldsetja komandi kynslóðir fyrir útblásnum loforðum. Árangurinn næst ekki undir forystu fólks sem ávallt sér vandamál í tækifærunum, frekar en tækifæri í vandamálunum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina kjölfestan sem kemur í veg fyrir fjölflokka vinstristjórn. Gerum gott samfélag enn betra Með Sjálfstæðisflokkinn í forystu munum við halda áfram að lækka skatta, bæta kjörin og byggja umhverfi þar sem fyrirtækin okkar blómstra, geta fjölgað starfsfólki og borgað hærri laun. Við ætlum að styrkja okkar dýrmæta heilbrigðiskerfi með öflugu samstarfi hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við munum áfram sækja fram af krafti í loftslagsmálum og ætlum að verða fyrst í heiminum til að skipta alfarið úr olíu í rafmagn og aðra innlenda orkugjafa. Markmiðin eru skýr og lausnirnar raunhæfar. Sígandi lukka, stöðugleiki og ábyrgð. Þar liggur lykillinn að farsælli framtíð. Með bjartsýni og trú á framtíðina að vopni gerum við gott samfélag enn betra. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun