Ef það væri bara til búnaður til að telja atkvæði með nákvæmum hætti Haukur V. Alfreðsson skrifar 27. september 2021 07:31 Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt. Ekki er einungis um leiðinlega stöðu að ræða fyrir þá sem töldu sig vera komna inn á þing, heldur hefur einnig verið gagnrýnt að atkvæðin sem voru endurtalin voru ekki geymd og innsigluð með fullnægjandi hætti. En þarf ferlið virkilega að vera svona brothætt og háð mannlegum mistökum? Stemming á kostnað skilvirkni og nákvæmni Flest allir Íslendingar eru komnir með rafræn skilríki. Við höfum aðgang að sjúkraskrá okkar í gegnum internetið, við fyllum út og sendum inn skattframtöl í gegnum internetið og stundum flest alla bankastarfsemi í gegnum internetið líka. Við virðumst öll treysta tölvum og internetinu fyrir þessum mikilvægu upplýsingum. Svo afhverju notum við ekki tækifærið núna til að læra af reynslunni og færa allar almennar kosningar á rafrænt form? Það mætti útfæra það á tvo vegu. Annars vegar væri einfaldlega heimasíða sem við færum inná og myndum kjósa eftir að hafa skráð okkur inn með rafrænum skilríkjum. Hinsvegar gætum við líka haft kjörstaði áfram en við færum þar í tölvu og myndum haka við það sem við ætlum að kjósa. Eina áhættan hér væri að ef viðkomandi hakar óvart við rangan valkost, en blýanturinn er víst jafn áhættusamur þar. Svo hver eru rökin fyrir því að nútímavæða ekki kosningakerfið? Er það svo að við verðum að hafa handtalningu á atkvæðum til þess að það geti verið stemming fram á nótt í kosningarvökum og það sé möguleigi á að mistökum? Hér á árum áður tók það fleiri klukkutíma að klára uppgjör dagsins í kauphöllum, nú með tölvutækni tekur það örfáar mínútur. Það væri borðleggjandi að nýta okkur sömu tækni. Ekkert skutl með kjörkassa eftir að kjörstöðum líkur. Enginn kostnaður við fjölda fólks að telja atkvæði fram á nótt. Nei bara nákvæmar niðurstöður í beinni svona 15 mín eftir að kjörstöðum lokar. Höfundur vill skilvirkara ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt. Ekki er einungis um leiðinlega stöðu að ræða fyrir þá sem töldu sig vera komna inn á þing, heldur hefur einnig verið gagnrýnt að atkvæðin sem voru endurtalin voru ekki geymd og innsigluð með fullnægjandi hætti. En þarf ferlið virkilega að vera svona brothætt og háð mannlegum mistökum? Stemming á kostnað skilvirkni og nákvæmni Flest allir Íslendingar eru komnir með rafræn skilríki. Við höfum aðgang að sjúkraskrá okkar í gegnum internetið, við fyllum út og sendum inn skattframtöl í gegnum internetið og stundum flest alla bankastarfsemi í gegnum internetið líka. Við virðumst öll treysta tölvum og internetinu fyrir þessum mikilvægu upplýsingum. Svo afhverju notum við ekki tækifærið núna til að læra af reynslunni og færa allar almennar kosningar á rafrænt form? Það mætti útfæra það á tvo vegu. Annars vegar væri einfaldlega heimasíða sem við færum inná og myndum kjósa eftir að hafa skráð okkur inn með rafrænum skilríkjum. Hinsvegar gætum við líka haft kjörstaði áfram en við færum þar í tölvu og myndum haka við það sem við ætlum að kjósa. Eina áhættan hér væri að ef viðkomandi hakar óvart við rangan valkost, en blýanturinn er víst jafn áhættusamur þar. Svo hver eru rökin fyrir því að nútímavæða ekki kosningakerfið? Er það svo að við verðum að hafa handtalningu á atkvæðum til þess að það geti verið stemming fram á nótt í kosningarvökum og það sé möguleigi á að mistökum? Hér á árum áður tók það fleiri klukkutíma að klára uppgjör dagsins í kauphöllum, nú með tölvutækni tekur það örfáar mínútur. Það væri borðleggjandi að nýta okkur sömu tækni. Ekkert skutl með kjörkassa eftir að kjörstöðum líkur. Enginn kostnaður við fjölda fólks að telja atkvæði fram á nótt. Nei bara nákvæmar niðurstöður í beinni svona 15 mín eftir að kjörstöðum lokar. Höfundur vill skilvirkara ríki.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar