Breski herinn í viðbragðsstöðu þar sem bensín er víða uppurið Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 07:51 Bensín er uppurið á mörgum stöðvum eftir að fjölmargir hafa hamstrað síðustu daga. EPA Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu og kann að koma til þess að hann muni aðstoða við að koma eldsneyti til bensínstöðva í landinu. Bensín er uppurið á mörgum bensínstöðvum eftir að fjölmargir hafa hamstrað eldsneyti síðustu daga. Breska ríkisútvarpið segir frá því að allt að 150 olíuflutningabílar breska hersins kunni að verða notaðir til að koma bensíni á bensínstöðvarnar. Miklar raðir hafa myndast á bensínstöðvum síðustu fjóra daga. Nóg er til af bensíni og olíu á birgðastöðvum í landinu en skortur á bílstjórum vörubíla og olíuflutningabíla til að koma vörunni til smásala hefur leitt til þessa ófremdarástands. Áætlað er að það vanti um 100 þúsund vörubílstjóra til starfa í Bretlandi, sem hefur leitt til mikilla vandræða á síðustu mánuðum þegar kemur að því að koma vörum í verslanir. Kwasi Kwarteng, viðskiptaráðherra Bretlands, segir það varúðarráðstöfun og skynsamt skref að setja herinn í viðbragðsstöðu. Þannig sé hann reiðubúinn að bregðast við ef formleg ósk myndi berast um aðstoð. Bretland Bensín og olía Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá því að allt að 150 olíuflutningabílar breska hersins kunni að verða notaðir til að koma bensíni á bensínstöðvarnar. Miklar raðir hafa myndast á bensínstöðvum síðustu fjóra daga. Nóg er til af bensíni og olíu á birgðastöðvum í landinu en skortur á bílstjórum vörubíla og olíuflutningabíla til að koma vörunni til smásala hefur leitt til þessa ófremdarástands. Áætlað er að það vanti um 100 þúsund vörubílstjóra til starfa í Bretlandi, sem hefur leitt til mikilla vandræða á síðustu mánuðum þegar kemur að því að koma vörum í verslanir. Kwasi Kwarteng, viðskiptaráðherra Bretlands, segir það varúðarráðstöfun og skynsamt skref að setja herinn í viðbragðsstöðu. Þannig sé hann reiðubúinn að bregðast við ef formleg ósk myndi berast um aðstoð.
Bretland Bensín og olía Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira