Loka þurfti leikskóladeild vegna manneklu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 13:24 Loka þurfti heilli deild á Leikskóla Seltjarnarness í morgun vegna manneklu. Vísir/Vilhelm Leikskóladeild á Leikskóla Seltjarnarness var lokað í morgun vegna manneklu. Lokunina má rekja til veikinda starfsmanna. Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“ Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“
Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20