Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 14:00 Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem þeim getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tal. Sonja er með fræðslusíðuna Matur og munnur og sérhæfir sig í að aðstoða og fræða foreldra. Tunguhaft oft samnefnari Hún segir að undanfarin ár sé það algengt að börn sem hafa verið að koma til hennar í framburðarmat, vantar ákveðin málhljóð, séu líka með ákveðin vandamál í tengslum við fæðuinntöku eins og að vilja bara mjúkan mat eða brauð og helst ekki kjöt. „Þegar maður fer að skoða upp í munninn á barninu þá er samnefnarinn oft tunguhaft eða stíft tunguband sem við erum í rauninni öll með, en getur verið mismunandi í laginu og fest á mismunandi stöðum uppi í okkur.“ Hún fór að skoða þetta nánar og sótti sér fræðslu, meðal annars á ráðstefnum erlendis. Í kjölfarið stofnaði hún síðuna Matur og munnur til þess að deila þekkingu sinni. „Fólk er að leita til mín þegar það er búið að fá svör eins og „tunguhaftið hefur engin áhrif á brjóstagjöf“ eða „bíddu þangað til barnið fer að tala, þá kemur það betur í ljós.“ En það er bara alls ekki raunin, vegna þess að bandið er stíft undir tungunni þá hefur það áhrif á hreyfifærnina, sem skiptir máli þegar barnið er að drekka brjóst eða pela,“ útskýrir Sonja. Skiptar skoðanir Sonja segir að það ætti að skoða tungu- og varahaft barna mjög vel strax við fæðingu. „Það er hægt að vera með stíft band án þess að það sjáist.“ Það þurfi líka að skoða einkenni barns og móður, eins og þegar móðir með barn á brjósti fær sár á brjóst og þarf að nota mexíkanahatt í lengri tíma, lengur en sjö daga. Sonja segir að einkennin hjá barninu geti verið mismunandi. „Barnið getur verið mjög pirrað, það grætur mikið, sefur lítið, pirrað á brjóstinu, nær ekki góðu taki, það heyrast smellir, það ælir mikið.“ Í nýjasta þættinum af Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna.Kviknar/Þorleifur Kamban Einnig eru dæmi um að það leki mjólk úr munnviki barnsins af því að það nær ekki góðu innsigli. Einnig getur barn verið með sogblöðrur því tungan eða varirnar eru að erfiða of mikið þegar barnið drekkur. „Það eru margar skiptar skoðanir um þetta en ég veit að það sem skiptir máli er að taka mark á sögum mæðra sem að þessu snúa. Það eru mörg, mörg, mörg dæmi þess að þegar klippt hefur verið á vara- og/eða tunguhaft hjá börnum að brjósta- og pelagjöf gangi upp, að næring verði í lagi, að tal verði í lagi og þetta hefur svo víðtæk og svo mikil áhrif,“ útskýrir þáttastjórnandinn Andrea Eyland. „Þetta getur verið undirrót af alls konar sem við höldum að sé eitthvað annað en er síðan vara- og/eða tunguhaftið.“ Það var þess vegna sem hún ákvað að gera heilan þátt um þetta málefni. Í þættinum segir Sonja frá því hvernig vara- og tunguhaft og vandamál í tengslum við það geta lýst sér og Kolbrún, móðir með reynslu af því að barn hennar var með tunguhaft, segir frá sinni reynslu. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Matur Börn og uppeldi Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem þeim getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tal. Sonja er með fræðslusíðuna Matur og munnur og sérhæfir sig í að aðstoða og fræða foreldra. Tunguhaft oft samnefnari Hún segir að undanfarin ár sé það algengt að börn sem hafa verið að koma til hennar í framburðarmat, vantar ákveðin málhljóð, séu líka með ákveðin vandamál í tengslum við fæðuinntöku eins og að vilja bara mjúkan mat eða brauð og helst ekki kjöt. „Þegar maður fer að skoða upp í munninn á barninu þá er samnefnarinn oft tunguhaft eða stíft tunguband sem við erum í rauninni öll með, en getur verið mismunandi í laginu og fest á mismunandi stöðum uppi í okkur.“ Hún fór að skoða þetta nánar og sótti sér fræðslu, meðal annars á ráðstefnum erlendis. Í kjölfarið stofnaði hún síðuna Matur og munnur til þess að deila þekkingu sinni. „Fólk er að leita til mín þegar það er búið að fá svör eins og „tunguhaftið hefur engin áhrif á brjóstagjöf“ eða „bíddu þangað til barnið fer að tala, þá kemur það betur í ljós.“ En það er bara alls ekki raunin, vegna þess að bandið er stíft undir tungunni þá hefur það áhrif á hreyfifærnina, sem skiptir máli þegar barnið er að drekka brjóst eða pela,“ útskýrir Sonja. Skiptar skoðanir Sonja segir að það ætti að skoða tungu- og varahaft barna mjög vel strax við fæðingu. „Það er hægt að vera með stíft band án þess að það sjáist.“ Það þurfi líka að skoða einkenni barns og móður, eins og þegar móðir með barn á brjósti fær sár á brjóst og þarf að nota mexíkanahatt í lengri tíma, lengur en sjö daga. Sonja segir að einkennin hjá barninu geti verið mismunandi. „Barnið getur verið mjög pirrað, það grætur mikið, sefur lítið, pirrað á brjóstinu, nær ekki góðu taki, það heyrast smellir, það ælir mikið.“ Í nýjasta þættinum af Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna.Kviknar/Þorleifur Kamban Einnig eru dæmi um að það leki mjólk úr munnviki barnsins af því að það nær ekki góðu innsigli. Einnig getur barn verið með sogblöðrur því tungan eða varirnar eru að erfiða of mikið þegar barnið drekkur. „Það eru margar skiptar skoðanir um þetta en ég veit að það sem skiptir máli er að taka mark á sögum mæðra sem að þessu snúa. Það eru mörg, mörg, mörg dæmi þess að þegar klippt hefur verið á vara- og/eða tunguhaft hjá börnum að brjósta- og pelagjöf gangi upp, að næring verði í lagi, að tal verði í lagi og þetta hefur svo víðtæk og svo mikil áhrif,“ útskýrir þáttastjórnandinn Andrea Eyland. „Þetta getur verið undirrót af alls konar sem við höldum að sé eitthvað annað en er síðan vara- og/eða tunguhaftið.“ Það var þess vegna sem hún ákvað að gera heilan þátt um þetta málefni. Í þættinum segir Sonja frá því hvernig vara- og tunguhaft og vandamál í tengslum við það geta lýst sér og Kolbrún, móðir með reynslu af því að barn hennar var með tunguhaft, segir frá sinni reynslu. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Matur Börn og uppeldi Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira