Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. október 2021 18:05 Flugumaðurinn Mark Kennedy njósnaði meðal annars um hóp umhverfissinna á Íslandi árið 2005 og tók þátt í mótmælum við Kárahnjúkavirkjun. Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Konan sem um ræðir, Kate Wilson, var með Kennedy í hátt í tvö ár og lauk sambandi þeirra árið 2005. Hún vissi ekki að Kennedy, sem gekk þá undir nafninu Mark Stone, væri í raun útsendari lögreglu sem var í sjö ára verkefni sem sneri að því að njósna um umhverfissinna og aðra pólitíska hópa víða um heim. Eftir að hún komst að hinu sanna um Kennedy hóf hún baráttu sína til að fá brotin gegn sér viðurkennd. Eftir tíu ára baráttu sagðist Wilson fagna niðurstöðu dómaranna í sínu máli og að það væri mikilvægt að vernda aðra sem gætu lent í því sama. Kom til Íslands og mótmælti við Kárahnjúkavirkjun Mál Kennedy vakti töluverða athygli árið 2010 þegar aðgerðarsinnum tókst að koma upp um hann og verkefnið. Málið teygði meðal annars anga sína til Íslands þar sem Kennedy kom hingað sumarið 2005 og var meðal mótmælenda í hópnum Saving Iceland, sem mótmæltu meðal annars við Kárahnjúkavirkjun. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra óskaði eftir því árið 2011 að upplýst yrði um hvort lögregla hafi vitað af verkefni Kennedy. Eftir að hulunni var svipt af verkefninu óskaði Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, eftir því að íslensk lögregluyfirvöld myndu upplýsa um hvort Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf í kjölfarið út skýrslu þar sem fram kom að þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma hafi ekki gert lögreglu kleift að skera úr um það. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrrum meðlimur Saving Iceland, var meðal þeirra sem gagnrýndu skýrslu ríkislögreglustjóra og vísaði til þess að lítið væri um svör í henni. Benti hún einnig á að Kennedy hefði gerst brotlegur sem lögreglumaður með því að efna til líkamlegs sambands við unga stúlku sem var í mótmælabúðunum. Á Alþingi í maí 2011 beindi hún fyrirspurn að þáverandi utanríkisráðherra og spurði hvort það væri ekki „tilefni til þess að kalla sendiherra Breta á teppið og biðja um þessar upplýsingar sem íslensk lögregluyfirvöld mega ekki gefa upp.“ Birgitta Jónsdóttir var meðlimur Saving Iceland hópsins en hún gagnrýndi svör ríkislögreglustjóra harðlega. Brot á Mannréttindasáttmála Evrópu Þó nokkrar konur sem Kennedy átti í ástarsambandi við á meðan hann var útsendari lögreglu hafa höfðað einkamál gegn lögreglunni frá því að málið kom upp. Þetta er í fyrsta sinn sem málið er tekið fyrir af ITP, sem rannsakar möguleg brot af hálfu ríkisins. Úrskurður í málinu var kveðinn upp í gær en greint er frá málinu á vef The Guardian. Var það mat dómaranna að lögreglan hefði brotið á mannréttindum Wilson á margvíslegan hátt, meðal annars með því að láta hana sæta niðurlægjandi meðferð. Þá hafi yfirmönnum hjá lögreglunni átt að vera ljóst, ef þeir vissu ekki beinlínis af því, að Kennedy væri í sambandi með Wilson en þeir hafi ekki beitt sér gegn því. Í heildina hafi lögregla brotið gegn fimm greinum Mannréttindasáttmála Evrópu. „Þetta er ekki aðeins mál um liðhlaupa lögreglu sem nýtti leynilegt verkefni sitt til að fullnægja sínum kynferðislegu tilhneigingum,“ segir í niðurstöðu dómaranna en að þeirra mati sýndi málið fram á „ógnvekjandi og hörmulega galla“ í helstu grunnstoðum kerfisins. Lögreglan sagði í yfirlýsingu eftir að niðurstaðan lá fyrir að hún gerði sér grein fyrir alvarleika málsins og bað Wilson innilega afsökunar. Réttarhöld munu fara fram á næsta ári þar sem bætur til Wilson verða ákveðnar. Dómsmál Bretland Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01 Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma. 17. maí 2011 14:37 Illa rökstudd yfirhylming Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. 21. maí 2011 12:28 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Konan sem um ræðir, Kate Wilson, var með Kennedy í hátt í tvö ár og lauk sambandi þeirra árið 2005. Hún vissi ekki að Kennedy, sem gekk þá undir nafninu Mark Stone, væri í raun útsendari lögreglu sem var í sjö ára verkefni sem sneri að því að njósna um umhverfissinna og aðra pólitíska hópa víða um heim. Eftir að hún komst að hinu sanna um Kennedy hóf hún baráttu sína til að fá brotin gegn sér viðurkennd. Eftir tíu ára baráttu sagðist Wilson fagna niðurstöðu dómaranna í sínu máli og að það væri mikilvægt að vernda aðra sem gætu lent í því sama. Kom til Íslands og mótmælti við Kárahnjúkavirkjun Mál Kennedy vakti töluverða athygli árið 2010 þegar aðgerðarsinnum tókst að koma upp um hann og verkefnið. Málið teygði meðal annars anga sína til Íslands þar sem Kennedy kom hingað sumarið 2005 og var meðal mótmælenda í hópnum Saving Iceland, sem mótmæltu meðal annars við Kárahnjúkavirkjun. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra óskaði eftir því árið 2011 að upplýst yrði um hvort lögregla hafi vitað af verkefni Kennedy. Eftir að hulunni var svipt af verkefninu óskaði Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, eftir því að íslensk lögregluyfirvöld myndu upplýsa um hvort Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf í kjölfarið út skýrslu þar sem fram kom að þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma hafi ekki gert lögreglu kleift að skera úr um það. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrrum meðlimur Saving Iceland, var meðal þeirra sem gagnrýndu skýrslu ríkislögreglustjóra og vísaði til þess að lítið væri um svör í henni. Benti hún einnig á að Kennedy hefði gerst brotlegur sem lögreglumaður með því að efna til líkamlegs sambands við unga stúlku sem var í mótmælabúðunum. Á Alþingi í maí 2011 beindi hún fyrirspurn að þáverandi utanríkisráðherra og spurði hvort það væri ekki „tilefni til þess að kalla sendiherra Breta á teppið og biðja um þessar upplýsingar sem íslensk lögregluyfirvöld mega ekki gefa upp.“ Birgitta Jónsdóttir var meðlimur Saving Iceland hópsins en hún gagnrýndi svör ríkislögreglustjóra harðlega. Brot á Mannréttindasáttmála Evrópu Þó nokkrar konur sem Kennedy átti í ástarsambandi við á meðan hann var útsendari lögreglu hafa höfðað einkamál gegn lögreglunni frá því að málið kom upp. Þetta er í fyrsta sinn sem málið er tekið fyrir af ITP, sem rannsakar möguleg brot af hálfu ríkisins. Úrskurður í málinu var kveðinn upp í gær en greint er frá málinu á vef The Guardian. Var það mat dómaranna að lögreglan hefði brotið á mannréttindum Wilson á margvíslegan hátt, meðal annars með því að láta hana sæta niðurlægjandi meðferð. Þá hafi yfirmönnum hjá lögreglunni átt að vera ljóst, ef þeir vissu ekki beinlínis af því, að Kennedy væri í sambandi með Wilson en þeir hafi ekki beitt sér gegn því. Í heildina hafi lögregla brotið gegn fimm greinum Mannréttindasáttmála Evrópu. „Þetta er ekki aðeins mál um liðhlaupa lögreglu sem nýtti leynilegt verkefni sitt til að fullnægja sínum kynferðislegu tilhneigingum,“ segir í niðurstöðu dómaranna en að þeirra mati sýndi málið fram á „ógnvekjandi og hörmulega galla“ í helstu grunnstoðum kerfisins. Lögreglan sagði í yfirlýsingu eftir að niðurstaðan lá fyrir að hún gerði sér grein fyrir alvarleika málsins og bað Wilson innilega afsökunar. Réttarhöld munu fara fram á næsta ári þar sem bætur til Wilson verða ákveðnar.
Dómsmál Bretland Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01 Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma. 17. maí 2011 14:37 Illa rökstudd yfirhylming Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. 21. maí 2011 12:28 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Vill svör um hvað lögreglan vissi um komu Mark Kennedy til landsins Ríkislögreglustjóri gat ekki skorið úr um það árið 2011 hvort flugumaðurinn hafi starfað hér á landi með vitneskju íslensku lögreglunnar. 25. september 2014 17:01
Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma. 17. maí 2011 14:37
Illa rökstudd yfirhylming Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. 21. maí 2011 12:28