Enginn gosórói mælist á svæðinu en að sögn almannavarna er skjálftavirknin í þessari hrinu áþekk því sem sást við Fagradalsfjall í aðdraganda eldgossins þar.
„Á þessu stigi er hinsvegar ekki hægt að útiloka að skjálftarnir getir verið vegna spennubreytinga á svæðinu, en ekki vegna kvikuhreyfinga,“ segir í frétt almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Engin skýr merki eru um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á svæðinu samkvæmt nýjustu mælingum en það er ekki útilokað að kvika sé þar á hreyfingu þar það sést ekki á mæligögnum ef það er á miklu dýpi.
Áfram er því fylgst með þróun virkninnar á svæðinu og er von á nýjum gervitunglamyndum í næstu viku sem vonast er til að þær myndir muni varpa ljósi á stöðu mála. Fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofu Íslands segir vísindamenn og viðbragðsaðila undir það búin ef kvika nær til yfirborðs við Keili.
Samkvæmt hraunflæðilíkani Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands er gert ráð fyrir gosi á um eins og hálfs kílómetra langri sprungu á svæðinu þar sem hrinan á upptök sín. Ef það kæmi til elgoss við Keili yrði það svipað gosinu við Fagradalsfjall.