Umfjöllun: Valur - Haukar 58-62 | Bikarmeistararnir unnu nauman sigur í uppgjöri bestu liða landsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 22:21 Haukar urðu bikarmeistarar á dögunum og héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með sigri í Meistarakeppni KKÍ. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni KKÍ í kvöld. Þó Helena Sverrisdóttir væri fjarri góðu gamni fór það svo að Haukar unnu nauman fjögurra stiga sigur, lokatölur 62-58. Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrnu á Englandi Sport „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrnu á Englandi Sport „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira