Góðvild: Tækifæri ungs fatlaðs fólks óásættanleg Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. október 2021 13:05 Baráttukonan Sara Dögg Svanhildardóttir er nýjasti viðmælandinn í þættinum Spjallað með Góðvild. Skjáskot „Ég hef tekið þátt í því sem bæði kennari og skólastjóri að kljást við kerfið vegna aðstæðna barna og ungmenna sem mér hefur oft á tíðum þótt frekar óréttlátt,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir í Spjallinu við Góðvild. Sara Dögg starfar hjá Þroskahjálp og er einnig bæjarfulltrúi fyrir Garðarbæjarlistann. Hún hefur lengi verið í mannréttindabaráttu og brennur fyrir málefnum fatlaðra barna og unglinga. Staða ungs fatlaðs fólks sé algjörlega óásættanleg Átján ára segist Sara hafa áttað sig á því að hún sjálf væri lesbía og hún hafi þurft að takast á við ákveðnar brekkur í lífinu sem hafi mótað hana mikið. Hún finni styrk í ýmiskonar baráttumálum og þrífist vel í þess konar umhverfi og verkefnum. Það er þar sem hjartað mitt slær! Sara er grunnskólakennari í grunninn og hefur því verið tengd allskonar börnum og ungmennum til fjölda ára og hún hafi séð og kynnst aðstæðum barna sem hún segi langt frá því að vera boðlegar. Ég hef tekið þátt í því sem bæði kennari og skólastjóri að kljást við kerfið vegna aðstæðna barna og ungmenna sem mér hefur oft á tíðum þótt frekar óréttlátt. Hjá Þroskahjálp stýrir Sara Dögg verkefnum sem að tengjast beint menntunar- og atvinnutækifærum ungs fólks með þroskaskerðingar. Þetta er alveg nýtt en ég byrjaði hjá Þroskahjálp í apríl á þessu ári. Þetta verkefni er fjármagnað af menntamálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu og er eingöngu ætlað til að setja fókus á stöðu þessa fólks. Berst fyrir menntunartækifærum fyrir fatlaða Sara gagnrýnir harðlega núverandi kerfi sem hún segir bjóða upp á afar takmarkandi menntun fyrir þennan hóp eftir tuttugu ára aldurinn. „Við sjáum að tækifærin eru ótrúlega takmörkuð og ég held að við séum á þeim tímamótum í dag að sjá að þetta sé algjörlega óboðlegt. Við erum á umbreytingartímum og erum að sjá kynslóðaskipti hvað varðar kröfur og væntingar.“ Hún segir í raun að meiri ábyrgð sé sett á herðar fatlaðs fólks sem sé gríðarlega ósanngjarnt. Kerfið sem við erum búin að byggja upp í dag er þannig að við eru að ætlast til að tvítugt fatlað fólk sé búið að ákveða við hvað það ætli að starfa í lífinu, sem almennt ungt fólk er ekki að gera. Þetta er í raun stór skrítið hvernig þetta er lagt upp. Sara segir þau hjá Þroskahjálp nú berjast fyrir því að opna menntunartækifæri fyrir fatlaða einstaklinga og þau hafi nýverið hafið samtal við Háskóla Íslands um það hvernig hægt sé að komast til móts við þessi mál og auka menntunartækifæri fyrir fatlað fólk. „Menntunartækifærin eru öllum gríðarlega mikilvæg. Hvort sem þú ert fötluð manneskja eða ekki áttu rétt á tækifæri til þess efla færni þína og þekkingu. Það skiptir mjög miklu máli.“ Viðtalið í heild sinni hér hægt að nálgast í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Sara Dögg Atvinnulífið þurfi að uppfæra sig Þegar talið berst að atvinnutækifærum fyrir fatlaða segir Sara það vissulega vera til fyrirtæki sem séu tilbúin til þess að gefa öllum tækifæri þó að þörf sé á mikilli vitundarvakningu. „En svona heilt yfir er atvinnulífið ekki meðvitað hvernig á að gera það og við þurfum að breyta því.“ Hún segir mikilvægt að það þurfi að auka vitund atvinnulífsins á því hvað það þýðir að vera með fólk í vinnu með skerta starfsgetu því að um leið og fyrirtækin nái utan um það muni þau sjá að þetta er ekki svo fólkið. Það sem þú þekkir ekki það nálgastu ekki" Í viðtalinu talar Sara meðal annars um drauminn að reisa skemmtigarð fyrir fatlaða og ófatlaða við Arnarskóla og hversu mikinn kraft það hefur gefið henni að lifa og sjá breytingar. Hún hafi sjálf upplifað það að hafa ekki átt að fá að eignast barn, gifta sig eða eignast fjölskyldu. En svo tek ég þátt í þeirri baráttu og sé breytingarnar. Spjallið með Góðvild Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Sara Dögg starfar hjá Þroskahjálp og er einnig bæjarfulltrúi fyrir Garðarbæjarlistann. Hún hefur lengi verið í mannréttindabaráttu og brennur fyrir málefnum fatlaðra barna og unglinga. Staða ungs fatlaðs fólks sé algjörlega óásættanleg Átján ára segist Sara hafa áttað sig á því að hún sjálf væri lesbía og hún hafi þurft að takast á við ákveðnar brekkur í lífinu sem hafi mótað hana mikið. Hún finni styrk í ýmiskonar baráttumálum og þrífist vel í þess konar umhverfi og verkefnum. Það er þar sem hjartað mitt slær! Sara er grunnskólakennari í grunninn og hefur því verið tengd allskonar börnum og ungmennum til fjölda ára og hún hafi séð og kynnst aðstæðum barna sem hún segi langt frá því að vera boðlegar. Ég hef tekið þátt í því sem bæði kennari og skólastjóri að kljást við kerfið vegna aðstæðna barna og ungmenna sem mér hefur oft á tíðum þótt frekar óréttlátt. Hjá Þroskahjálp stýrir Sara Dögg verkefnum sem að tengjast beint menntunar- og atvinnutækifærum ungs fólks með þroskaskerðingar. Þetta er alveg nýtt en ég byrjaði hjá Þroskahjálp í apríl á þessu ári. Þetta verkefni er fjármagnað af menntamálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu og er eingöngu ætlað til að setja fókus á stöðu þessa fólks. Berst fyrir menntunartækifærum fyrir fatlaða Sara gagnrýnir harðlega núverandi kerfi sem hún segir bjóða upp á afar takmarkandi menntun fyrir þennan hóp eftir tuttugu ára aldurinn. „Við sjáum að tækifærin eru ótrúlega takmörkuð og ég held að við séum á þeim tímamótum í dag að sjá að þetta sé algjörlega óboðlegt. Við erum á umbreytingartímum og erum að sjá kynslóðaskipti hvað varðar kröfur og væntingar.“ Hún segir í raun að meiri ábyrgð sé sett á herðar fatlaðs fólks sem sé gríðarlega ósanngjarnt. Kerfið sem við erum búin að byggja upp í dag er þannig að við eru að ætlast til að tvítugt fatlað fólk sé búið að ákveða við hvað það ætli að starfa í lífinu, sem almennt ungt fólk er ekki að gera. Þetta er í raun stór skrítið hvernig þetta er lagt upp. Sara segir þau hjá Þroskahjálp nú berjast fyrir því að opna menntunartækifæri fyrir fatlaða einstaklinga og þau hafi nýverið hafið samtal við Háskóla Íslands um það hvernig hægt sé að komast til móts við þessi mál og auka menntunartækifæri fyrir fatlað fólk. „Menntunartækifærin eru öllum gríðarlega mikilvæg. Hvort sem þú ert fötluð manneskja eða ekki áttu rétt á tækifæri til þess efla færni þína og þekkingu. Það skiptir mjög miklu máli.“ Viðtalið í heild sinni hér hægt að nálgast í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Sara Dögg Atvinnulífið þurfi að uppfæra sig Þegar talið berst að atvinnutækifærum fyrir fatlaða segir Sara það vissulega vera til fyrirtæki sem séu tilbúin til þess að gefa öllum tækifæri þó að þörf sé á mikilli vitundarvakningu. „En svona heilt yfir er atvinnulífið ekki meðvitað hvernig á að gera það og við þurfum að breyta því.“ Hún segir mikilvægt að það þurfi að auka vitund atvinnulífsins á því hvað það þýðir að vera með fólk í vinnu með skerta starfsgetu því að um leið og fyrirtækin nái utan um það muni þau sjá að þetta er ekki svo fólkið. Það sem þú þekkir ekki það nálgastu ekki" Í viðtalinu talar Sara meðal annars um drauminn að reisa skemmtigarð fyrir fatlaða og ófatlaða við Arnarskóla og hversu mikinn kraft það hefur gefið henni að lifa og sjá breytingar. Hún hafi sjálf upplifað það að hafa ekki átt að fá að eignast barn, gifta sig eða eignast fjölskyldu. En svo tek ég þátt í þeirri baráttu og sé breytingarnar.
Spjallið með Góðvild Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30