Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2021 08:40 Búlgarinn Kristalina Georgieva hefur verið framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október árið 2019. Á undan var hún forstjóri Alþjóðabankans. Vísir/EPA Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag. Niðurstaða skýrslu lögfræðistofu sem var unnin fyrir siðanefnd Alþjóðabankans var að Georgieva, sem var forstjóri bankans, og Jim Yong Kim, forseti hans hefðu beitt starfsmenn hans óeðlilegum þrýstingi um að eiga við gögn til að fegra stöðu Kína á lista bankans yfir lönd þar sem best er að stunda viðskipti í heiminum árið 2017. Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019. Stjórn sjóðsins fundaði með henni og fulltrúum lögfræðistofunnar sem vann skýrsluna. Í yfirlýsingu eftir fundinn sagðist stjórnin nærri því að ljúka yfirferð sinni yfir málið. Stjórnin ætlar að funda áfram í dag en heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar telur líklegt að hún muni hreinsa framkvæmdastjórann af allri sök. Evrópuríki hafa þegar lýst stuðningi við að Georgieva klári skipunartíma sinn hjá sjóðnum. Bandaríkjastjórn hefur sagst vilja lengri tíma til að fara yfir ásakanirnar. Málið er sagt varpa skugga á sameiginlegan ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefst í dag. Georgieva á þar að leiða umræður um efnahagsbata eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn, niðurfellingu skulda og aðgerðir til þess að flýta bólusetningu. Georgieva hefur sjálf harðneitað allri sök. Lögmenn hennar fullyrða að reglur Alþjóðabankans hafi verið brotnar við gerð skýrslunnar þar sem henni hafi verið neitað um tækifæri til að bregðast við ásökununum. Lögfræðistofan neitar því. Í skýrslu hennar segir að bæði Georgieva og Kim hafi hlutast til um matið á viðskiptaumhverfi í Kína á sama tíma og þau unni að því hörðum höndum að fá stjórnvöld í Beijing til þess að taka þátt í meiriháttar hlutafjáraukningu í bankanum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. 24. september 2021 13:25 Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira
Niðurstaða skýrslu lögfræðistofu sem var unnin fyrir siðanefnd Alþjóðabankans var að Georgieva, sem var forstjóri bankans, og Jim Yong Kim, forseti hans hefðu beitt starfsmenn hans óeðlilegum þrýstingi um að eiga við gögn til að fegra stöðu Kína á lista bankans yfir lönd þar sem best er að stunda viðskipti í heiminum árið 2017. Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019. Stjórn sjóðsins fundaði með henni og fulltrúum lögfræðistofunnar sem vann skýrsluna. Í yfirlýsingu eftir fundinn sagðist stjórnin nærri því að ljúka yfirferð sinni yfir málið. Stjórnin ætlar að funda áfram í dag en heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar telur líklegt að hún muni hreinsa framkvæmdastjórann af allri sök. Evrópuríki hafa þegar lýst stuðningi við að Georgieva klári skipunartíma sinn hjá sjóðnum. Bandaríkjastjórn hefur sagst vilja lengri tíma til að fara yfir ásakanirnar. Málið er sagt varpa skugga á sameiginlegan ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefst í dag. Georgieva á þar að leiða umræður um efnahagsbata eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn, niðurfellingu skulda og aðgerðir til þess að flýta bólusetningu. Georgieva hefur sjálf harðneitað allri sök. Lögmenn hennar fullyrða að reglur Alþjóðabankans hafi verið brotnar við gerð skýrslunnar þar sem henni hafi verið neitað um tækifæri til að bregðast við ásökununum. Lögfræðistofan neitar því. Í skýrslu hennar segir að bæði Georgieva og Kim hafi hlutast til um matið á viðskiptaumhverfi í Kína á sama tíma og þau unni að því hörðum höndum að fá stjórnvöld í Beijing til þess að taka þátt í meiriháttar hlutafjáraukningu í bankanum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. 24. september 2021 13:25 Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Sjá meira
Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. 24. september 2021 13:25
Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05