Hey, þetta er ekki flókið Sigurður Friðleifsson skrifar 11. október 2021 14:01 Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt. 1 Minnka eða hætta olíunotkun Vegasamgöngur er olíu- og kolefnisgeiri almennings. Veldu eitthvað eða allt af eftirfarandi lausnum: Ganga, hjól, hlaupahjól, strætó, samakstur, sparakstur, heimavinna, heimsendingar, raf-, metan-, vetnisbíll.Misjafnt er hvað hentar hverjum en ekki gera ekki neitt! 2 Flokka meira Hugsaðu um alla málma eins og gull. Aldrei henda málmi í almennt rusl. Til dæmis sparar endurvinnsla á einu kg af áli 9 kg af CO2. Hugsaðu um allt lífrænt efni, matarleifar, pappa og timbur sem auðæfi. Poki af lífrænu efni sem ekki er settur í jarðgerð getur losað allt að 10 kg CO2 ef hann er settur í urðun. Misjafnt er hve vel fólki gengur að flokka en ekki gera ekki neitt! 3 Vertu virkur neytandi Vald neytenda er vannýtt afl. Fyrirtæki eru háðari þér en þú þeim og eðlilegt að gera kröfur. Þau vilja þjóna þér og þá er um að gera að biðja um umhverfisvænni þjónustu. Prófaðu t.d. að spyrja fyrirtækið sem sendir til þín vöru eða mat hvort sendingin komi ekki örugglega á rafmagni. Ef þúsund viðskiptavinir biðja um eitthvað þá gerist eitthvað. Vertu upplýstur og veldu þá sem gera vel, umhverfishrós frá neytenda getur dimmum rekstri í hagnað breytt. Fáðu vinnuveitanda þinn til að gera betur þ.e. fara í orkuskipti, bæta reiðhjólaaðstöðu, setja upp hleðslustöðvar eða gera samgöngusamninga við starfsfólk. Misjafnt er hversu kröfuharðir neytendur eru varðandi umhverfismál fyrirtækja, en ekki gera ekki neitt! 4 Prófaðu mótvægisaðgerðir Hættu að spá í kolefnisjöfnun, farðu bara að binda eins mikið og þú mögulega getur samhliða minnkun á eigin losun. Við erum í skuld hvort eð er, þ.e. uppsafnað kolefnismagn í lofthjúpnum er svo mikið vegna losunar síðustu áratuga að mestu skiptir að fara strax í bullandi niðurdrátt. Óþarfi er að tefja málið með því að reikna sig fram og til baka í eitthvert meint hlutleysi. Því meira því betra. Það þarf ekkert endilega að arka sjálfur út og planta trjám, bara kaupa tonn hjá Kolviði, landgræðslu eða Votlendissjóði. Kolefnisbinding er t.d. frábær tækisfærisgjöf til þeirra sem eiga allt. Misjafnt er hvaða mótvægisaðgerðir heilla fólk en ekki gera ekki neitt! Byrjum strax Það er slatti að fólki að gera góða hluti nú þegar. En það er einu sinni þannig að 10 skref hjá hundrað manns eru þúsund skref en eitt skref hjá 100 þúsund manns eru samtals 100 þúsund skref. Hugmyndirnar hér að ofan er auðvitað langt í frá tæmandi listi en ætti að geta verið góð og sveigjanleg byrjun fyrir alla. Þetta snýst í raun bara um kg eða tonn. Færri tonn upp og fleiri tonn niður, flóknara er það ekki. Hefjumst handa! Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt. 1 Minnka eða hætta olíunotkun Vegasamgöngur er olíu- og kolefnisgeiri almennings. Veldu eitthvað eða allt af eftirfarandi lausnum: Ganga, hjól, hlaupahjól, strætó, samakstur, sparakstur, heimavinna, heimsendingar, raf-, metan-, vetnisbíll.Misjafnt er hvað hentar hverjum en ekki gera ekki neitt! 2 Flokka meira Hugsaðu um alla málma eins og gull. Aldrei henda málmi í almennt rusl. Til dæmis sparar endurvinnsla á einu kg af áli 9 kg af CO2. Hugsaðu um allt lífrænt efni, matarleifar, pappa og timbur sem auðæfi. Poki af lífrænu efni sem ekki er settur í jarðgerð getur losað allt að 10 kg CO2 ef hann er settur í urðun. Misjafnt er hve vel fólki gengur að flokka en ekki gera ekki neitt! 3 Vertu virkur neytandi Vald neytenda er vannýtt afl. Fyrirtæki eru háðari þér en þú þeim og eðlilegt að gera kröfur. Þau vilja þjóna þér og þá er um að gera að biðja um umhverfisvænni þjónustu. Prófaðu t.d. að spyrja fyrirtækið sem sendir til þín vöru eða mat hvort sendingin komi ekki örugglega á rafmagni. Ef þúsund viðskiptavinir biðja um eitthvað þá gerist eitthvað. Vertu upplýstur og veldu þá sem gera vel, umhverfishrós frá neytenda getur dimmum rekstri í hagnað breytt. Fáðu vinnuveitanda þinn til að gera betur þ.e. fara í orkuskipti, bæta reiðhjólaaðstöðu, setja upp hleðslustöðvar eða gera samgöngusamninga við starfsfólk. Misjafnt er hversu kröfuharðir neytendur eru varðandi umhverfismál fyrirtækja, en ekki gera ekki neitt! 4 Prófaðu mótvægisaðgerðir Hættu að spá í kolefnisjöfnun, farðu bara að binda eins mikið og þú mögulega getur samhliða minnkun á eigin losun. Við erum í skuld hvort eð er, þ.e. uppsafnað kolefnismagn í lofthjúpnum er svo mikið vegna losunar síðustu áratuga að mestu skiptir að fara strax í bullandi niðurdrátt. Óþarfi er að tefja málið með því að reikna sig fram og til baka í eitthvert meint hlutleysi. Því meira því betra. Það þarf ekkert endilega að arka sjálfur út og planta trjám, bara kaupa tonn hjá Kolviði, landgræðslu eða Votlendissjóði. Kolefnisbinding er t.d. frábær tækisfærisgjöf til þeirra sem eiga allt. Misjafnt er hvaða mótvægisaðgerðir heilla fólk en ekki gera ekki neitt! Byrjum strax Það er slatti að fólki að gera góða hluti nú þegar. En það er einu sinni þannig að 10 skref hjá hundrað manns eru þúsund skref en eitt skref hjá 100 þúsund manns eru samtals 100 þúsund skref. Hugmyndirnar hér að ofan er auðvitað langt í frá tæmandi listi en ætti að geta verið góð og sveigjanleg byrjun fyrir alla. Þetta snýst í raun bara um kg eða tonn. Færri tonn upp og fleiri tonn niður, flóknara er það ekki. Hefjumst handa! Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun