Eldar fyrir krónprinsinn og fær viðamikla umfjöllun á BBC á sama deginum Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 19:49 Matseðill kvöldsins á Bessastöðum. Vísir Hann hefur verið ágætur, dagurinn hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni kokki og eiganda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum. Á sama degi og matarvefur BBC segir hann vera að umbreyta íslenskri matarhefð sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins Danmerkur á Bessastöðum í kvöld. Fjallað var um Gísla og veitingastað hans á matarvef BBC, en fréttavefur breska ríkisútvarpsins er einn sá víðlesnasti í heiminum. Er Gísli sagður vera í forystusveit matarhreyfingar sem vilji virða íslenska matarhefð, en á sama tíma knýja fram framþróun. Umfjöllun matarvefs BBC er einstaklega ítarleg þar sem farið er vel yfir feril Gísla og veitingastað hans í Eyjum. Gísli situr ekki auðum höndum í kvöld því líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins sem kom til landsins í kvöld ásamt danskri sendinefnd til þess að kynna sér íslensk orkumál. Matseðilinn er ekki af verri endanum líkt og kom fram hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni okkar sem fór yfir matseðilinn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Má þar nefna beltisþara með sveppakremi og reyktri súrmjólk, þorskroð með hvannardufti og loðnuhrogni, hörpuskel með birkismjöri og þaragljáa, svo dæmi séu nefnd. Friðrik krónprins Danmerkur var gestur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.Vísir/Egill „Við hlökkum til að geta sýnt okkar góðu gesti frá Danmörku hvað við höfum upp á að bjóða í vistvænni og umhverfisvænni matseld. Ég efast ekki um að þessar kræsingar munu renna ljúflega niður í maga þeirra,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali við Heimi Má. Guðna hlakkaði til að fá gesti í formlegt kvöldmatarboð, enda langt síðan slíkt hefur verið haldið á Bessastöðum. „Hér hefur ekki verið heimsókn af þessu tagi í vel á annað ár og gaman að taka á móti Friðriki krónprins.“ Matur Forseti Íslands Kóngafólk Danmörk Orkumál Umhverfismál Veitingastaðir Vestmannaeyjar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Fjallað var um Gísla og veitingastað hans á matarvef BBC, en fréttavefur breska ríkisútvarpsins er einn sá víðlesnasti í heiminum. Er Gísli sagður vera í forystusveit matarhreyfingar sem vilji virða íslenska matarhefð, en á sama tíma knýja fram framþróun. Umfjöllun matarvefs BBC er einstaklega ítarleg þar sem farið er vel yfir feril Gísla og veitingastað hans í Eyjum. Gísli situr ekki auðum höndum í kvöld því líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sér hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins sem kom til landsins í kvöld ásamt danskri sendinefnd til þess að kynna sér íslensk orkumál. Matseðilinn er ekki af verri endanum líkt og kom fram hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni okkar sem fór yfir matseðilinn í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Má þar nefna beltisþara með sveppakremi og reyktri súrmjólk, þorskroð með hvannardufti og loðnuhrogni, hörpuskel með birkismjöri og þaragljáa, svo dæmi séu nefnd. Friðrik krónprins Danmerkur var gestur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.Vísir/Egill „Við hlökkum til að geta sýnt okkar góðu gesti frá Danmörku hvað við höfum upp á að bjóða í vistvænni og umhverfisvænni matseld. Ég efast ekki um að þessar kræsingar munu renna ljúflega niður í maga þeirra,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali við Heimi Má. Guðna hlakkaði til að fá gesti í formlegt kvöldmatarboð, enda langt síðan slíkt hefur verið haldið á Bessastöðum. „Hér hefur ekki verið heimsókn af þessu tagi í vel á annað ár og gaman að taka á móti Friðriki krónprins.“
Matur Forseti Íslands Kóngafólk Danmörk Orkumál Umhverfismál Veitingastaðir Vestmannaeyjar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira