Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 16:57 Fríhöfnin er dótturfélag Isavia sem hefur notað hugtökin fríhöfn og duty free um árabil. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli. Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira