Mikilvægi þess að hugsa tuttugu ár fram í tímann Esther Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 08:01 Hvernig framtíð sérðu fyrir þér eftir 20 ár? Spurning sem þessi getur verið flókin, tíminn afstæður og að hugsa til ársins 2041 getur virst fjarstæðukennt. Hins vegar er fortíðin einhvern veginn nær og áþreifanlegri. Ég get til dæmis auðveldlega rifjað upp augnablik 20 ár aftur í tímann, árið 2001. Þá flutti ég og kynntist nokkrum af mínum bestu vinkonum, byrjaði að lesa og fór á Harry Potter og viskusteininn í bíó með íslensku tali. Ég man greinilega eftir því þegar ég grúfði andlitið í kjöltuna á mömmu þegar prófessor Quirrell vafði túrbaninum af höfðinu á sér og ógnvænlegt andlit Voldemort blasti við. Eftir bíóferðina fór ég rakleiðis inn í herbergi og faldi allt Harry Potter efni sem ég átti undir rúmi og mátti það ekki líta dagsins ljós aftur. Hræðslan var svo djúpstæð að hrollur fer um mig bara við tilhugsunina. Þótt að framtíðin virðist óljósari er sýn mín að mörgu leyti sambærileg minningunni um bíóferðina þegar ég hugsa 20 ár fram í tímann. Hrollur fer um mig. Eftir 20 ár verð ég á fimmtugsaldri, og nei það er nú ekki það sem ég óttast. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að ég hef fylgst með óhugnanlegum breytingum á heiminum nú þegar. Ég hef fylgst með jöklum landsins bráðna fyrir framan nefið á mér og keyrt í gegnum endalausar brunarústir eftir skógarelda erlendis. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að nýjasta skýrsla IPCC sýnir að ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni hlýna á jörðinni um mun meira en 1,5°C á næstu 20 árum og þar með verður ekki aftur snúið. Í raun þýðir þetta viðmið, 1,5°C, öfgar. Öfgafyllri rigningar og flóð, öfgafyllri þurrkar, áframhaldandi súrnun sjávar, bráðnun jökla og sífrera… listinn heldur áfram og við höfum heyrt þetta allt. Það sem kannski verra er, er að þessir öfgar hafa bein áhrif og afleiðingar fyrir fólk og gera það nú þegar. Heilu samfélögin hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leggjast á flótta vegna þurrka og flóða, alvarlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og áfallastreituröskun sem og aukin sjálfsmorðstíðni hafa verið beintengd við hamfarahlýnun og veðuröfgar vegna hlýnunarinnar hafa stuðlað og ýtt undir ójöfnuð til dæmis á milli kynja og kynþátta. Eftir 20 ár, árið 2041, verða öfgarnir meiri og afleiðingarnar eftir því. Það er dapurt að hugsa til þess að eftir 20 ár sjái ég helst fyrir mér að grúfa andlitið í kjöltuna á mömmu, skelfd við þann ógnvænlega heim sem við blasir. Dauðhrædd því hann er raunverulegur og honum verður ekki komið fyrir í dimmu horni innst undir rúminu mínu. Í dag er þó enn lítil ljóstíra í myrkrinu. Við getum enn komið okkur í burtu frá þessari dystópísku martröð sem færist nær og nær. En rétt eins og vísindasamfélagið allt hefur ítrekað þá verða stórtækar aðgerðir að eiga sér stað strax til þess. Núna árið 2021. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi verða að taka til hendinni og ráðast í alvöru aðgerðir. Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram þurfa að setja loftslags- og umhverfismál í fyrsta sæti. Stórt verk er að vinna en til þess að auðvelda yfirvöldum það hafa Ungir umhverfissinnar tekið saman niðurstöður Sólarinnar með tilliti til fjölda þingsæta flokkanna. Mörg mál ættu því auðveldlega að hljóta afgreiðslu á komandi þingi. Þó ber að hafa í huga að þau málefni ein og sér duga ekki. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa því einnig sent frá sér yfirlýsingu um mál sem verða að hljóta framgöngu á komandi þingi. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin styðji í verki við markmið Parísarsáttmálans og að hún lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Verðandi ríkisstjórn Íslands verður að hugsa fram í tímann og hlusta á vísindasamfélagið. Hugsa til ársins 2041. Hugsa um þau beinu áhrif sem aðgerðir þeirra munu hafa á samfélagið í dag og á komandi kynslóðir. Verðandi ríkisstjórn, hvernig framtíð sjáið þið fyrir ykkur eftir 20 ár? Höfundur er með MSc gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á loftslags- og umhverfismál og er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig framtíð sérðu fyrir þér eftir 20 ár? Spurning sem þessi getur verið flókin, tíminn afstæður og að hugsa til ársins 2041 getur virst fjarstæðukennt. Hins vegar er fortíðin einhvern veginn nær og áþreifanlegri. Ég get til dæmis auðveldlega rifjað upp augnablik 20 ár aftur í tímann, árið 2001. Þá flutti ég og kynntist nokkrum af mínum bestu vinkonum, byrjaði að lesa og fór á Harry Potter og viskusteininn í bíó með íslensku tali. Ég man greinilega eftir því þegar ég grúfði andlitið í kjöltuna á mömmu þegar prófessor Quirrell vafði túrbaninum af höfðinu á sér og ógnvænlegt andlit Voldemort blasti við. Eftir bíóferðina fór ég rakleiðis inn í herbergi og faldi allt Harry Potter efni sem ég átti undir rúmi og mátti það ekki líta dagsins ljós aftur. Hræðslan var svo djúpstæð að hrollur fer um mig bara við tilhugsunina. Þótt að framtíðin virðist óljósari er sýn mín að mörgu leyti sambærileg minningunni um bíóferðina þegar ég hugsa 20 ár fram í tímann. Hrollur fer um mig. Eftir 20 ár verð ég á fimmtugsaldri, og nei það er nú ekki það sem ég óttast. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að ég hef fylgst með óhugnanlegum breytingum á heiminum nú þegar. Ég hef fylgst með jöklum landsins bráðna fyrir framan nefið á mér og keyrt í gegnum endalausar brunarústir eftir skógarelda erlendis. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að nýjasta skýrsla IPCC sýnir að ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni hlýna á jörðinni um mun meira en 1,5°C á næstu 20 árum og þar með verður ekki aftur snúið. Í raun þýðir þetta viðmið, 1,5°C, öfgar. Öfgafyllri rigningar og flóð, öfgafyllri þurrkar, áframhaldandi súrnun sjávar, bráðnun jökla og sífrera… listinn heldur áfram og við höfum heyrt þetta allt. Það sem kannski verra er, er að þessir öfgar hafa bein áhrif og afleiðingar fyrir fólk og gera það nú þegar. Heilu samfélögin hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leggjast á flótta vegna þurrka og flóða, alvarlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og áfallastreituröskun sem og aukin sjálfsmorðstíðni hafa verið beintengd við hamfarahlýnun og veðuröfgar vegna hlýnunarinnar hafa stuðlað og ýtt undir ójöfnuð til dæmis á milli kynja og kynþátta. Eftir 20 ár, árið 2041, verða öfgarnir meiri og afleiðingarnar eftir því. Það er dapurt að hugsa til þess að eftir 20 ár sjái ég helst fyrir mér að grúfa andlitið í kjöltuna á mömmu, skelfd við þann ógnvænlega heim sem við blasir. Dauðhrædd því hann er raunverulegur og honum verður ekki komið fyrir í dimmu horni innst undir rúminu mínu. Í dag er þó enn lítil ljóstíra í myrkrinu. Við getum enn komið okkur í burtu frá þessari dystópísku martröð sem færist nær og nær. En rétt eins og vísindasamfélagið allt hefur ítrekað þá verða stórtækar aðgerðir að eiga sér stað strax til þess. Núna árið 2021. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi verða að taka til hendinni og ráðast í alvöru aðgerðir. Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram þurfa að setja loftslags- og umhverfismál í fyrsta sæti. Stórt verk er að vinna en til þess að auðvelda yfirvöldum það hafa Ungir umhverfissinnar tekið saman niðurstöður Sólarinnar með tilliti til fjölda þingsæta flokkanna. Mörg mál ættu því auðveldlega að hljóta afgreiðslu á komandi þingi. Þó ber að hafa í huga að þau málefni ein og sér duga ekki. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa því einnig sent frá sér yfirlýsingu um mál sem verða að hljóta framgöngu á komandi þingi. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin styðji í verki við markmið Parísarsáttmálans og að hún lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Verðandi ríkisstjórn Íslands verður að hugsa fram í tímann og hlusta á vísindasamfélagið. Hugsa til ársins 2041. Hugsa um þau beinu áhrif sem aðgerðir þeirra munu hafa á samfélagið í dag og á komandi kynslóðir. Verðandi ríkisstjórn, hvernig framtíð sjáið þið fyrir ykkur eftir 20 ár? Höfundur er með MSc gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á loftslags- og umhverfismál og er meðlimur Ungra umhverfissinna.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun