Milljarður á 30 sekúndum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir skrifa 16. október 2021 09:31 Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun