„Arfavitlaus hugmynd út frá þröngum hagsmunum atvinnulífsins” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2021 12:00 Haraldur Freyr hefur verið formaður Félags leikskólakennara frá árinu 2011. „Þetta er að sjálfsögðu bara arfavitlaus hugmynd út frá einhverjum þröngum hagsmunum atvinnulífsins,” segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um hugmyndir um sólarhringsopnun á leikskólum. Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.” Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.”
Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira