„Arfavitlaus hugmynd út frá þröngum hagsmunum atvinnulífsins” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2021 12:00 Haraldur Freyr hefur verið formaður Félags leikskólakennara frá árinu 2011. „Þetta er að sjálfsögðu bara arfavitlaus hugmynd út frá einhverjum þröngum hagsmunum atvinnulífsins,” segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um hugmyndir um sólarhringsopnun á leikskólum. Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.” Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.”
Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira