Eitt fyrir mig og annað fyrir þig – Kjarasamningar og verðbólga Haukur V. Alfreðsson skrifar 19. október 2021 07:30 Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar