Fanney Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 13:22 Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem þáttastjórnandi í Silfrinu á RÚV. Egill Helgason sér áfram um þáttinn og munu einhverjir hlaupa í skarðið fyrir Fanneyju þar til annar verður varanlega ráðinn. Vísir Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu. Sögusagnir um að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið hafa gengið manna á milli um nokkurt skeið en talsverður tími er síðan Fanney stýrði Silfrinu. Greint var frá því á mbl.is þann 24. september síðastliðinn að Fanney væri hætt í Silfrinu og vísað til ágreinings um kjaramál. Skarphéðinn sagði sama dag í samtali við fréttastofu ekki rétt að Fanney væri hætt í Silfrinu. Sjá einnig: Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið „Síðast þegar við ræddum saman var ekkert frágengið í þeim efnum. Síðan þá er sú staða komin upp að hún er ekki lengur í Silfrinu og ekki útlit fyrir að hún verði í því í vetur,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort Fanney sé hætt störfum hjá RÚV segir hann það ekki rétt. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum, nema það að hún er að vinna að ákveðnu verkefni hjá okkur og er meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir RÚV. Þannig að það er ekki rétt að hún sé hætt á RÚV,“ segir Skarphéðinn. Fanney hafi sjálf tekið þessa ákvörðun en óvíst er hvers vegna hún segir skilið við þáttinn. Egill mun sjá um þáttinn í vetur ásamt afleysingafólki. „Það er ekkert frágengið hvort það komi einhver varanlega í staðin fyrir Fanneyju Birnu en eins og staðan er núna verður Egill ekki í öllum þáttum og það verður einhver á móti Agli, það er ekki alveg frágengið. Það verður tilfallandi fram að því að það verði ákveðið hver komi varanlega í staðinn fyrir Fanneyju,“ segir Skarphéðinn. Ekki náðist í Fanneyju við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Sögusagnir um að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið hafa gengið manna á milli um nokkurt skeið en talsverður tími er síðan Fanney stýrði Silfrinu. Greint var frá því á mbl.is þann 24. september síðastliðinn að Fanney væri hætt í Silfrinu og vísað til ágreinings um kjaramál. Skarphéðinn sagði sama dag í samtali við fréttastofu ekki rétt að Fanney væri hætt í Silfrinu. Sjá einnig: Segir rangt að Fanney Birna hafi sagt skilið við Silfrið „Síðast þegar við ræddum saman var ekkert frágengið í þeim efnum. Síðan þá er sú staða komin upp að hún er ekki lengur í Silfrinu og ekki útlit fyrir að hún verði í því í vetur,“ segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort Fanney sé hætt störfum hjá RÚV segir hann það ekki rétt. „Það er ekkert frágengið í þeim efnum, nema það að hún er að vinna að ákveðnu verkefni hjá okkur og er meðal annars að vinna að þáttaröð fyrir RÚV. Þannig að það er ekki rétt að hún sé hætt á RÚV,“ segir Skarphéðinn. Fanney hafi sjálf tekið þessa ákvörðun en óvíst er hvers vegna hún segir skilið við þáttinn. Egill mun sjá um þáttinn í vetur ásamt afleysingafólki. „Það er ekkert frágengið hvort það komi einhver varanlega í staðin fyrir Fanneyju Birnu en eins og staðan er núna verður Egill ekki í öllum þáttum og það verður einhver á móti Agli, það er ekki alveg frágengið. Það verður tilfallandi fram að því að það verði ákveðið hver komi varanlega í staðinn fyrir Fanneyju,“ segir Skarphéðinn. Ekki náðist í Fanneyju við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira