Trump sparkar í látinn mann Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 14:02 Donald Trump (t.v.) nýtti andlát Colins Powell (t.h.) til að skjóta á hann, fjölmiðla og hófsama repúiblikana. EPA/samsett Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. Powell lést vegna fylgikvilla Covid-19 í gær, 84 ára að aldri. Hann var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti formanns hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna og utanríkisráðherra. Powell var repúblikani og var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2005. Þrátt fyrir aðkomu Powell að því að réttlæta seinna Íraksstríðið á fölskum forsendum árið 2003, sem hann kallaði sjálfur blett á ferli sínum, hafa jafningjar hans ausið yfir hann lofi eftir að fregnir af andláti hans spurðust. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lýsti honum sem fyrirmyndar föðurlandsvin í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bush sagðist harmi sleginn yfir fráfalli Powell sem hann sagði hafa notið virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Trump ákvað aftur á móti að nýta tækifærið til að sparka í Powell látinn og fá útrás fyrir beiskju yfir hvernig fjallað hefur verið um hann sjálfan í yfirlýsingu sem hann lét senda út í sínu nafni í dag. „Það er dásamlegt að sjá Colin Powell, sem gerði stór mistök með Írak og, eins og frægt er orðið, með svokölluð gereyðingarvopn, fá svona fallega meðferð hjá Falsfréttunum að sér látnum. Vona að það komi fyrir mig einhvern daginn,“ sagði í yfirlýsingu Trump. Given the chance to be gracious about someone s death, or say nothing at all, Trump takes a decidedly different route pic.twitter.com/HMgFAiiRcK— Maggie Haberman (@maggieNYT) October 19, 2021 Þó að Powell hafi verið repúblikani varð hann afhuga flokknum eftir að hann tók upp harðari og öfgakenndari stefnu á þessari öld. Þannig lýsti Powell yfir stuðningi við demókratann Obama í forsetakosningnum árið 2016 og við Hillary Clinton árið 2016. Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Trump. „Hann var klassískur RINO [Repúblikani aðeins að nafninu til], ef hann var það einu sinni, alltaf fyrstur til að ráðast á aðra repúblikana. Hann gerði fjölda mistaka en hvað um það, hvíli hann í friði!“ Donald Trump Bandaríkin Írak Tengdar fréttir Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Powell lést vegna fylgikvilla Covid-19 í gær, 84 ára að aldri. Hann var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embætti formanns hershöfðingjaráðs Bandaríkjanna og utanríkisráðherra. Powell var repúblikani og var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2005. Þrátt fyrir aðkomu Powell að því að réttlæta seinna Íraksstríðið á fölskum forsendum árið 2003, sem hann kallaði sjálfur blett á ferli sínum, hafa jafningjar hans ausið yfir hann lofi eftir að fregnir af andláti hans spurðust. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lýsti honum sem fyrirmyndar föðurlandsvin í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bush sagðist harmi sleginn yfir fráfalli Powell sem hann sagði hafa notið virðingar bæði heima fyrir og erlendis. Trump ákvað aftur á móti að nýta tækifærið til að sparka í Powell látinn og fá útrás fyrir beiskju yfir hvernig fjallað hefur verið um hann sjálfan í yfirlýsingu sem hann lét senda út í sínu nafni í dag. „Það er dásamlegt að sjá Colin Powell, sem gerði stór mistök með Írak og, eins og frægt er orðið, með svokölluð gereyðingarvopn, fá svona fallega meðferð hjá Falsfréttunum að sér látnum. Vona að það komi fyrir mig einhvern daginn,“ sagði í yfirlýsingu Trump. Given the chance to be gracious about someone s death, or say nothing at all, Trump takes a decidedly different route pic.twitter.com/HMgFAiiRcK— Maggie Haberman (@maggieNYT) October 19, 2021 Þó að Powell hafi verið repúblikani varð hann afhuga flokknum eftir að hann tók upp harðari og öfgakenndari stefnu á þessari öld. Þannig lýsti Powell yfir stuðningi við demókratann Obama í forsetakosningnum árið 2016 og við Hillary Clinton árið 2016. Það virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Trump. „Hann var klassískur RINO [Repúblikani aðeins að nafninu til], ef hann var það einu sinni, alltaf fyrstur til að ráðast á aðra repúblikana. Hann gerði fjölda mistaka en hvað um það, hvíli hann í friði!“
Donald Trump Bandaríkin Írak Tengdar fréttir Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Colin Powell látinn vegna Covid-19 Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. 18. október 2021 12:17