Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 21:13 Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neytendastofa sektaði fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. nýverið um þrjár milljónir króna fyrir auglýsingar um „krísu-útrýmingarsölu“ á teppum. Alan Talib, eigandi fyrirtækisins, sagðist vera í áfalli í gær vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Þórunn vildi ekki tala um mál Cromwell Rugs heldur talaði hún á almennum nótum. Aðspurð um það hvort ómögulegt væri fyrir ný fyrirtæki að bjóða tilboðsverð á fyrsta degi, sagði hún svo ekki vera. Meðal annars væri hægt að vera með kynningarverð en þá væri gerð krafa um að varan færi á auglýst fyrra verð þegar kynningartilboðinu lýkur. „Síðan er auðvitað ekkert sem bannar það að fyrirtæki kynni að það hafi góð verð eða eru með einhverjar aðrar fullyrðingar sem hægt er að sýna fram á,“ sagði Þórunn. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að geta sannað allar fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum og þær mættu ekki vera villandi fyrir neytendur. Hlusta má á Þórunni í spilaranum hér að neðan. Þórunn sagði Neytendastofu hafa fengið tilkynningar um að útsölur hafi staðið lengur en í sex vikur og mjög margar tilkynningar um að fyrri auglýst verð hafi ekki verið rétt í útsölum. Það sama sé gert í öllum málum sem þessum. Sjá einnig: Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Hún sagði sektina gegn Cromwell Rugs ekki vera þá hæstu sem Neytendastofa hefði beitt. Hún var ekki með á hreinu hver hæsta sektin í sambærilegu máli væri en sagði að almennt væri allur sektaramminn notaður. Hann væri að hámarki tíu milljónir. „En þetta er tiltölulega há sekt. Það er alveg rétt,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Fjölmargar ábendingar bærust til Neytendastofu en í flestum tilfellum gætu fyrirtækin sýnt fram á að fullyrðingar þeirra ættu rétt á sér. Nú er mikið verslunartímabil að hefjast og á þessum árstíma berist margar ábendingar til Neytendastofu. Neytendur Verslun Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Neytendastofa sektaði fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. nýverið um þrjár milljónir króna fyrir auglýsingar um „krísu-útrýmingarsölu“ á teppum. Alan Talib, eigandi fyrirtækisins, sagðist vera í áfalli í gær vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Þórunn vildi ekki tala um mál Cromwell Rugs heldur talaði hún á almennum nótum. Aðspurð um það hvort ómögulegt væri fyrir ný fyrirtæki að bjóða tilboðsverð á fyrsta degi, sagði hún svo ekki vera. Meðal annars væri hægt að vera með kynningarverð en þá væri gerð krafa um að varan færi á auglýst fyrra verð þegar kynningartilboðinu lýkur. „Síðan er auðvitað ekkert sem bannar það að fyrirtæki kynni að það hafi góð verð eða eru með einhverjar aðrar fullyrðingar sem hægt er að sýna fram á,“ sagði Þórunn. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að geta sannað allar fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum og þær mættu ekki vera villandi fyrir neytendur. Hlusta má á Þórunni í spilaranum hér að neðan. Þórunn sagði Neytendastofu hafa fengið tilkynningar um að útsölur hafi staðið lengur en í sex vikur og mjög margar tilkynningar um að fyrri auglýst verð hafi ekki verið rétt í útsölum. Það sama sé gert í öllum málum sem þessum. Sjá einnig: Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Hún sagði sektina gegn Cromwell Rugs ekki vera þá hæstu sem Neytendastofa hefði beitt. Hún var ekki með á hreinu hver hæsta sektin í sambærilegu máli væri en sagði að almennt væri allur sektaramminn notaður. Hann væri að hámarki tíu milljónir. „En þetta er tiltölulega há sekt. Það er alveg rétt,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Fjölmargar ábendingar bærust til Neytendastofu en í flestum tilfellum gætu fyrirtækin sýnt fram á að fullyrðingar þeirra ættu rétt á sér. Nú er mikið verslunartímabil að hefjast og á þessum árstíma berist margar ábendingar til Neytendastofu.
Neytendur Verslun Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum