Mikil ostborgaravonbrigði í spænskri lýsingu á sigri Njarðvíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2021 14:30 Benedikt Guðmundsson fer yfir málin í leikhléi Njarðvíkinga en Roc Massaguer og félagi hans fylgjast spenntir með frá Spáni. twitch.tv/outconsumer Leikur Njarðvíkur og Vals á föstudaginn var í spænskri lýsingu á Twitch-rás þar sem lýsendurnir fylgust afar spenntir með því hvort að Njarðvíkingar næðu að tryggja stuðningsmönnum sínum frían hamborgara. Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan: Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan:
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira