Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 14:30 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. Fjallað var um það á forsíðu Morgunblaðsins í dag að lítið líf væri eftir í eldgosinu við Fagradalsfjall, þó að tekið sé fram að tveir mánuðir séu í það að hægt sé að lýsa yfir formlegum goslokum. Sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, við blaðið að margt bendi til þess að elgosið væri á lokametrunum. Fáir eru ánægðari með þessi tíðindi en landeigendur í Ísólfsskála, en snemma sumars voru fluttar fréttir af því að líklegt væri að jörðin og hús þar myndu lenda undir hrauni, eftir að það tók að flæða niður Nátthaga. Var því spáð að hraunið myndi flæða út úr Nátthaga, yfir Suðurstrandarveg og þaðan út í sjó. „Það var það sem spáð var akkúrat þá, alltaf eftir tvær vikur, eftir tvær vikur, alveg endalaust,“ segir Guðrún. Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Á milli Suðurstrandarvegur og Atlantshafsins er jörðin Ísólfsskáli. Hefðbundnum búskap var hætt á Ísólfsskála fyrir um aldarfjórðungi en jörðin er í eigu um þrjátíu afkomenda bændanna og er hún einkum nýtt til orlofsdvalar. Lýstu landeigendur yfir miklum áhyggjum af því að jörðin og fornar minjar sem þar má finna myndu fara undir hraun. „Fyrstu upplýsingar til mín voru þær að það væri einn dagur til vika þangað til að hraun færi að flæða út úr Nátthaga,“ segir Guðrún en þessar upplýsingar bárust í maí-mánuði. „Það eru þrjú hús þarna, það er fjölskylduhúsið og svo eru tveir úr fjölskyldunni sem að eiga sína bústaði. Við tókum allt sem að okkur var annt um og færðum út úr húsinu. Það voru einu ráðstafanirnar,“ segir hún aðspurð um til hvaða aðgerða þau hafi gripið til að vernda húsin. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júní, þar sem landeigendur Ísólfsskála voru í verðmætabjörgun. Þá voru gerðar ráðstafanir til að vernda ljósleiðara sem var verið að leggja að jörðinni þegar tíðindi bárust af því að hraun gæti runnið yfir jörðina. Ekki fyrr en langa stoppið kom að þau gátu farið að anda léttar EkkÞrátt fyrir að töluverð vegalengd sé frá hraunjaðrinum að húsunum á jörðinni og að spár um að stutt væri í að hraunið myndi flæða yfir Suðurstrandarveginn hafi ekki raungerst, segir Guðrún að landeigendur hafi alltaf haft áhyggjur aftast í kollinum. „Það er eiginlega ekki fyrr en þetta langa stopp kom fyrr en við finnum okkur óhult,“ segir Guðrún og vísar til þess að lítil sem engin virkni hefur mælst í gígnum síðan í september. „Ég held að við öndum bara öll léttar. Af því að þetta leit svo lengi illa út,“ segir hún. Ýmsar ástæður, bæði sögulegar og tilfinningalegar séu fyrir því að landeigendum sé annt um jörðina. „Ein af mörgum ástæðum fyrir því að okkur finnst landið mikilvægt, þetta eru ekki grasi grónir akrar eða neitt svoleiðis, en það er rosalega mikið af minjum, bæði við Ísólfskála og Selatanga, sjóminjum sem eru alveg hreint aftur í landnám. Okkur hefði þótt það skelfilegt að missa þetta undir hraun,“ segir Guðrún. Hraunflæðilíkan sem Veðurstofan gerði í júní sýndi að mögulegt væri að Ísólfsskáli færi undir hraun.Veðurstofan Fyrirsögn Morgunblaðsins hljómar á þá leið að talið sé að gosið sé í andarslitrunum og Guðrún er afdráttarlaus þegar hún er innt eftir viðbrögðum við þessum tíðindum: „Það bara hljómar alveg rosalega vel.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Fjallað var um það á forsíðu Morgunblaðsins í dag að lítið líf væri eftir í eldgosinu við Fagradalsfjall, þó að tekið sé fram að tveir mánuðir séu í það að hægt sé að lýsa yfir formlegum goslokum. Sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, við blaðið að margt bendi til þess að elgosið væri á lokametrunum. Fáir eru ánægðari með þessi tíðindi en landeigendur í Ísólfsskála, en snemma sumars voru fluttar fréttir af því að líklegt væri að jörðin og hús þar myndu lenda undir hrauni, eftir að það tók að flæða niður Nátthaga. Var því spáð að hraunið myndi flæða út úr Nátthaga, yfir Suðurstrandarveg og þaðan út í sjó. „Það var það sem spáð var akkúrat þá, alltaf eftir tvær vikur, eftir tvær vikur, alveg endalaust,“ segir Guðrún. Jörðin Ísólfsskáli stendur við Suðurstrandarveg austan Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson Á milli Suðurstrandarvegur og Atlantshafsins er jörðin Ísólfsskáli. Hefðbundnum búskap var hætt á Ísólfsskála fyrir um aldarfjórðungi en jörðin er í eigu um þrjátíu afkomenda bændanna og er hún einkum nýtt til orlofsdvalar. Lýstu landeigendur yfir miklum áhyggjum af því að jörðin og fornar minjar sem þar má finna myndu fara undir hraun. „Fyrstu upplýsingar til mín voru þær að það væri einn dagur til vika þangað til að hraun færi að flæða út úr Nátthaga,“ segir Guðrún en þessar upplýsingar bárust í maí-mánuði. „Það eru þrjú hús þarna, það er fjölskylduhúsið og svo eru tveir úr fjölskyldunni sem að eiga sína bústaði. Við tókum allt sem að okkur var annt um og færðum út úr húsinu. Það voru einu ráðstafanirnar,“ segir hún aðspurð um til hvaða aðgerða þau hafi gripið til að vernda húsin. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júní, þar sem landeigendur Ísólfsskála voru í verðmætabjörgun. Þá voru gerðar ráðstafanir til að vernda ljósleiðara sem var verið að leggja að jörðinni þegar tíðindi bárust af því að hraun gæti runnið yfir jörðina. Ekki fyrr en langa stoppið kom að þau gátu farið að anda léttar EkkÞrátt fyrir að töluverð vegalengd sé frá hraunjaðrinum að húsunum á jörðinni og að spár um að stutt væri í að hraunið myndi flæða yfir Suðurstrandarveginn hafi ekki raungerst, segir Guðrún að landeigendur hafi alltaf haft áhyggjur aftast í kollinum. „Það er eiginlega ekki fyrr en þetta langa stopp kom fyrr en við finnum okkur óhult,“ segir Guðrún og vísar til þess að lítil sem engin virkni hefur mælst í gígnum síðan í september. „Ég held að við öndum bara öll léttar. Af því að þetta leit svo lengi illa út,“ segir hún. Ýmsar ástæður, bæði sögulegar og tilfinningalegar séu fyrir því að landeigendum sé annt um jörðina. „Ein af mörgum ástæðum fyrir því að okkur finnst landið mikilvægt, þetta eru ekki grasi grónir akrar eða neitt svoleiðis, en það er rosalega mikið af minjum, bæði við Ísólfskála og Selatanga, sjóminjum sem eru alveg hreint aftur í landnám. Okkur hefði þótt það skelfilegt að missa þetta undir hraun,“ segir Guðrún. Hraunflæðilíkan sem Veðurstofan gerði í júní sýndi að mögulegt væri að Ísólfsskáli færi undir hraun.Veðurstofan Fyrirsögn Morgunblaðsins hljómar á þá leið að talið sé að gosið sé í andarslitrunum og Guðrún er afdráttarlaus þegar hún er innt eftir viðbrögðum við þessum tíðindum: „Það bara hljómar alveg rosalega vel.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44