Orkuskipti – stóra tækifærið fyrir Ísland Ingólfur Guðmundsson skrifar 27. október 2021 08:01 Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun