Eiki hljóðmaður hefur slegið í gegn og kom aftur með skemmtilega spurningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 14:31 Eiríkur Hilmisson var að vinna í Ljónagryfjunni en kom samt spurningu inn í þáttinn. Skjámynd/S2 Sport Nýr fastur liður í Subway-Körfuboltakvöldi er spurningin frá Eika hljóðmanni sem fékk að spyrja sérfræðinga þáttarins góða spurningu. Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021 Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira