Eiki hljóðmaður hefur slegið í gegn og kom aftur með skemmtilega spurningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 14:31 Eiríkur Hilmisson var að vinna í Ljónagryfjunni en kom samt spurningu inn í þáttinn. Skjámynd/S2 Sport Nýr fastur liður í Subway-Körfuboltakvöldi er spurningin frá Eika hljóðmanni sem fékk að spyrja sérfræðinga þáttarins góða spurningu. Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021 Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Beeman gekk frá fyrrum félögum Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira