Fordæma yfirlýsingu bæjarstjórnar á Hornafirði vegna kynferðisbrotamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 15:19 Málið er sagt viðkvæmt og erfitt í fámennu sveitarfélagi á borð við Hornafjörð. Vísir/Vilhelm Nokkrir tugir íbúa og aðila tengdum sveitarfélaginu Hornafirði fordæma yfirlýsingu bæjarstjórnar í kjölfar dóms í kynferðisbrotamáli aðila tengdum bæjarstjóra sveitarfélagsins. Telja þeir illa hafa verið staðið að málum á meðan rannsókn lögreglu stóð og vísa til þess að starfsmanni, sem grunaður var um kynferðisbrot, hefði ekki verið vikið frá störfum. „Við undirritaðir íbúar og velunnarar sveitarfélags Hornafjarðar fordæmum yfirlýsingu bæjarstjórnar og aðgerðarleysi í kjölfar máls er varðar fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins. Það er með öllu óskiljanlegt, að árið 2021, sé stuðningur við þolanda í yfirlýsingu frá bæjaryfirvöldum enginn og krefjumst við þess að verkferlar verði endurskoðaðir,“ segir í yfirlýsingunni sem sett er fram undir merkjum íbúa og velunnara sveitarfélagsins. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, íbúi á Hornafirði sem hratt af stað undirskriftasöfnuninni, segir málið viðkvæmt og erfitt í svo litlu sveitarfélagi sem Hornafjörður sé. Rúmlega 2400 búa í sveitarfélaginu. Kynferðisleg áreitni í vinnuferð Aðdragandi málsins er sá að starfsmaður sveitarfélagsins lagði í apríl 2019 fram kæru á hendur stjórnanda hjá sveitarfélaginu. Stjórnandinn er systir bæjarstjórans, Matthildar Ásmundardóttur. Tvö og hálft ár liðu þar til dómur féll í málinu og var systirin dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og legið hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Sögðu ágreining um málsatvik Sveitarfélagið Hornafjörður sagði í yfirlýsingu sinni, og vísaði til nýfallins dóms og fjölmiðlaumfjöllunar, að ágreiningur hefði verið um málsatvik í upphafi. Þá hefði brotaþoli ekki verið undirmaður stjórnandans og þær ekki starfað saman dags daglega. Brotaþoli hefði þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hefði verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Hvergi minnst á stuðning við brotaþola Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir gerir þá athugasemd að hvergi í yfirlýsingunni hafi komið fram nokkurs konar stuðningur við brotaþola. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flutti brotaþoli af svæðinu í kjölfar þess að málið kom upp en hún hafði þegar sagt upp störfum. Guðrún Stefanía segir íbúa og velunnara Hornafjarðar, sem skrifa undir yfirlýsinguna, gera þá kröfu að farið verði í einhverjar breytingar á verkferlum. Það sé kannski ekki eðlilegt að fólk geti haldið áfram í starfi sínu í tilfellum sem þessum, þegar mál eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé hvergi nefnt hvernig tekið yrði á svipuðum málum í framtíðinni. Hornafjörður Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Við undirritaðir íbúar og velunnarar sveitarfélags Hornafjarðar fordæmum yfirlýsingu bæjarstjórnar og aðgerðarleysi í kjölfar máls er varðar fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins. Það er með öllu óskiljanlegt, að árið 2021, sé stuðningur við þolanda í yfirlýsingu frá bæjaryfirvöldum enginn og krefjumst við þess að verkferlar verði endurskoðaðir,“ segir í yfirlýsingunni sem sett er fram undir merkjum íbúa og velunnara sveitarfélagsins. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, íbúi á Hornafirði sem hratt af stað undirskriftasöfnuninni, segir málið viðkvæmt og erfitt í svo litlu sveitarfélagi sem Hornafjörður sé. Rúmlega 2400 búa í sveitarfélaginu. Kynferðisleg áreitni í vinnuferð Aðdragandi málsins er sá að starfsmaður sveitarfélagsins lagði í apríl 2019 fram kæru á hendur stjórnanda hjá sveitarfélaginu. Stjórnandinn er systir bæjarstjórans, Matthildar Ásmundardóttur. Tvö og hálft ár liðu þar til dómur féll í málinu og var systirin dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og legið hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Sögðu ágreining um málsatvik Sveitarfélagið Hornafjörður sagði í yfirlýsingu sinni, og vísaði til nýfallins dóms og fjölmiðlaumfjöllunar, að ágreiningur hefði verið um málsatvik í upphafi. Þá hefði brotaþoli ekki verið undirmaður stjórnandans og þær ekki starfað saman dags daglega. Brotaþoli hefði þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hefði verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Hvergi minnst á stuðning við brotaþola Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir gerir þá athugasemd að hvergi í yfirlýsingunni hafi komið fram nokkurs konar stuðningur við brotaþola. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flutti brotaþoli af svæðinu í kjölfar þess að málið kom upp en hún hafði þegar sagt upp störfum. Guðrún Stefanía segir íbúa og velunnara Hornafjarðar, sem skrifa undir yfirlýsinguna, gera þá kröfu að farið verði í einhverjar breytingar á verkferlum. Það sé kannski ekki eðlilegt að fólk geti haldið áfram í starfi sínu í tilfellum sem þessum, þegar mál eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé hvergi nefnt hvernig tekið yrði á svipuðum málum í framtíðinni.
Hornafjörður Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03