Frakkar kyrrsetja breskt fiskveiðiskip vegna deilu um veiðiheimildir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 15:42 Skipið var kyrrsett í nótt eftir að það fannst í franskri lögsögu. EPA-EFE/YOAN VALAT Spennan milli Bretlands og Frakklands jókst í dag þegar Frakkar kyrrsettu breskan bát sem var við veiðar í franskri lögsögu. Bretland hefur nú varað Frakkland við frekari aðgerðum en deilur milli ríkjanna vegna veiðiheimilda fara síversnandi. Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakklands, tilkynnti í dag að breska skelfisksveiðiskipinu Cornelis Gert Jan hafi verið fylgt í höfn í Le Havre í nótt eftir að áhöfninni tókst ekki að sýna fram á að hún hefði heimild til að veiða í franskri lögsögu. Annað breskt skip hefur fengið viðvörun vegna svipaðra brota. Aðgerðirnar eru taldar merki um staðfestu Frakka í málinu. Síðast í gær kynntu Frakkar mögulegar refsiaðgerðir gegn Bretum gangi ekkert í samningaviðræðum um málið. Meðal refsiaðgerðanna er sérstakt tolleftirlit með breskum vörum frá og með 2. nóvember. Bretar hræðast að það gæti orðið til þess að Frakkar stöðvi rafmagnssölu til Bretlands takist ríkjunum ekki að komast að samkomulagi. Bresk fiskveiðisvæði eru talin þau aflamestu í Norðaustur-Atlantshafinu og það svæði sem meirihluti afla Evrópusambandsins kemur úr. Frakkar vilja meina að Bretland hafi neitað að veita sjómönnum þeirra heimildir til að veiða innan breskrar lögsögu. Bretar vilja þó meina að þeir veiti aðeins þeim skipum veiðiheimildir sem standist breskar kröfur. Bretland Frakkland Brexit Sjávarútvegur Evrópusambandið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakklands, tilkynnti í dag að breska skelfisksveiðiskipinu Cornelis Gert Jan hafi verið fylgt í höfn í Le Havre í nótt eftir að áhöfninni tókst ekki að sýna fram á að hún hefði heimild til að veiða í franskri lögsögu. Annað breskt skip hefur fengið viðvörun vegna svipaðra brota. Aðgerðirnar eru taldar merki um staðfestu Frakka í málinu. Síðast í gær kynntu Frakkar mögulegar refsiaðgerðir gegn Bretum gangi ekkert í samningaviðræðum um málið. Meðal refsiaðgerðanna er sérstakt tolleftirlit með breskum vörum frá og með 2. nóvember. Bretar hræðast að það gæti orðið til þess að Frakkar stöðvi rafmagnssölu til Bretlands takist ríkjunum ekki að komast að samkomulagi. Bresk fiskveiðisvæði eru talin þau aflamestu í Norðaustur-Atlantshafinu og það svæði sem meirihluti afla Evrópusambandsins kemur úr. Frakkar vilja meina að Bretland hafi neitað að veita sjómönnum þeirra heimildir til að veiða innan breskrar lögsögu. Bretar vilja þó meina að þeir veiti aðeins þeim skipum veiðiheimildir sem standist breskar kröfur.
Bretland Frakkland Brexit Sjávarútvegur Evrópusambandið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira